Patrekur: Þetta er bara ný keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 10. apríl 2023 18:29 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var ósáttur með ýmis atriði í spilamennsku sinna manna eftir fjögurra marka ósigur á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Þetta var lokaleikur Stjörnunnar í deildinni og þurfa Garðbæingar að sætta við sjötta sætið í Olís-deildinni. „Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins. Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira
„Þetta var færanýtingin, við vorum að fara með átta til níu skot úr hornunum. Við erum að koma okkur í fín færi en hann [Jovan Kukobat] var að verja mjög vel. Við vorum ekki að sinna vörninni vel, vorum frekar mjúkir á móti þeim. Við vissum alveg að þeir myndu koma á okkur með miklum krafti enda skoruðu þeir strax úr fyrstu sóknunum. “ „Við vorum nálægt þeim í fyrri hálfleik og komum okkur inn í leikinn þrátt fyrir þessa færanýtingu. Við fáum svo tvo skrýtna dóma á okkur sem enginn sá nema dómararnir. Það vantaði gæði í skotin hjá okkur og það var sem mér fannst muna,“ sagði Patrekur stuttu eftir leik. Fyrir leikinn átti Stjarnan möguleika á fjórða sætinu í deildinni en tapið í dag þýðir það að liðið endar í sjötta sæti og mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Markmiðið var efstu fjögur sætin, það var aðal markmiðið. Við erum ekki langt frá því en höfum verið að spila töluvert á nýju liði undanfarna leiki. Ég var mjög ánægður með leikinn á móti Selfoss, við tókum þá sannfærandi og síðan einnig Val. Við erum með marga nýja stráka þar sem við erum með fimm til sex lykilleikmenn upp í stúku eins og staðan er núna. Þannig þetta hefur verið nýtt verkefni fyrir okkur. Auðvitað hefði maður viljað vera ofar en við erum í þessu sæti og við tökum því.“ Næstu mótherjar Stjörnunnar, ÍBV, endaði í þriðja sæti í Olís-deildinni og eru þar af leiðandi með heimavallarréttinn. Ljóst er að Garðbæingar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum. „Þetta verkefni leggst vel í mig. Þetta er bara ný keppni og auðvitað ber maður virðingu fyrir Eyjamönnum. Erlingur er hrikalega fær og þeir eru með góða leikmenn. Þeir unnu Val núna sannfærandi og þetta er bara hörkuverkefni, við þurfum að ná okkar allra besta leik en ég hræðist ekki neitt. Það þýðir ekki að fara illa með færin og við þurfum að eiga okkar allra besta leik eins og við höfum sýnt á móti Selfoss og Val þó það vanti einhverja í liðinu okkar.“ Meiðslastaða Stjörnumanna er ekki góð um þessar mundir og eru þeir án margra lykilleikmanna. Leikmenn á borð við Hergeir Grímsson og Tandra Má Konráðsson voru ekki leikhæfir í dag. „Ég efa það að þessir leikmenn séu að koma til baka. Ég er ekki alltof bjartsýnn á það, vonandi getur eitthvað gerst en þessi höfuðmeiðsli sem eru að hrjá tvo leikmenn er erfitt að eiga við. Það er spurning með Tandra, þetta tekur ákveðinn tíma hjá honum,“ sagði Patrekur að lokum eftir síðasta deildarleik tímabilsins.
Olís-deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Sjá meira