Vilja að snjómokstur taki mið af snjómagni Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. apríl 2023 20:29 Snjómokstur á Suðurlandsbraut síðasta vetur. Vísir/Vilhelm Á snjóþungum dögum í Reykjavík ræður tækjakostur ekki við ástandið þar sem núverandi verklag tekur ekki mið af snjómagni. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni. Stýrihópurinn leggur til að þessu verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af veðri. Rúv greindi frá skýrslu stýrihópsins fyrr í kvöld en hann var settur á laggirnar í haust. Í skýrslunni stendur að það þjónustustig snjóhreinsunar sem unnið er eftir og byggir á þjónustuhandbók vetrarþjónustu taki í raun ekki mið af „magni snjókomunnar og/eða óveðri“. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, greindi frá starfi hópsins í fréttum í desember þegar götur borgarinnar fylltust af snjó. Borgin bar þá fyrir sig að undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir mikla snjókomu. Af þeim völdum hafi vantað tuttugu og sex tæki á göturnar. Í frétt Rúv um málið kemur fram að stýrihópurinn leggi fram sextán tillögur og um fjörutíu aðgerðir til að efla vetrarþjónustu borgarinnar. Þar á meðal að byrjað verði að hreinsa húsagötur þegar snjódýpt er tíu sentímetrar en ekki fimmtán eins og nú er gert. Einnig er lagt til að verklagi við snjómokstur verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af því hversu mikið snjóar hverju sinni. Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. 12. janúar 2023 14:01 Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. 23. desember 2022 15:43 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Rúv greindi frá skýrslu stýrihópsins fyrr í kvöld en hann var settur á laggirnar í haust. Í skýrslunni stendur að það þjónustustig snjóhreinsunar sem unnið er eftir og byggir á þjónustuhandbók vetrarþjónustu taki í raun ekki mið af „magni snjókomunnar og/eða óveðri“. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, greindi frá starfi hópsins í fréttum í desember þegar götur borgarinnar fylltust af snjó. Borgin bar þá fyrir sig að undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir mikla snjókomu. Af þeim völdum hafi vantað tuttugu og sex tæki á göturnar. Í frétt Rúv um málið kemur fram að stýrihópurinn leggi fram sextán tillögur og um fjörutíu aðgerðir til að efla vetrarþjónustu borgarinnar. Þar á meðal að byrjað verði að hreinsa húsagötur þegar snjódýpt er tíu sentímetrar en ekki fimmtán eins og nú er gert. Einnig er lagt til að verklagi við snjómokstur verði breytt þannig að snjóhreinsun taki mið af því hversu mikið snjóar hverju sinni.
Reykjavík Snjómokstur Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. 12. janúar 2023 14:01 Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. 23. desember 2022 15:43 Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Hafa aldrei keyrt eins mikið af snjó í burtu í borginni Snjómokstur stendur enn yfir í Reykjavík en vonir eru bundnar við að honum verði að mestu lokið eftir helgi. Á þriðja tug vörubíla vinna nú að því að fjarlægja snjóskafla. Rekstrarstjóri Borgarlandsins segir þau aldrei hafa flutt eins mikinn snjó og hefur vinnan því tekið lengri tíma en vanalega. 12. janúar 2023 14:01
Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. 23. desember 2022 15:43
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50