Morgunblaðið greinir frá andláti Sigurlaugar, en hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl.
Sigurlaug var fædd í Vigur í Ísafjarðardjúpi þann 4. júlí árið 1926, yngst sex systkina. Foreldrar hennar voru Bjarni Sigurðsson, bóndi og hreppstjóri í Vigur, og Björg Björnsdóttir húsmóðir.
Sigurlaug lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947. Þá kláraði hún BA-próf í ensku og frönsku við Leeds háskóla árið 1951. Í kjölfarið lauk hún framhaldsnámi í frönsku og frönskum bókmenntum við Sorbonne-háskóla á árunum 1951 til 1952.
Sigurlaug var kennari við Gagnfræðaskóla Akraness á árunum 1947 til 1948. Frá 1952 til 1955 var hún blaðamamaður á Morgunblaðinu, en stundakennari við Verslunarskóla Íslands frá 1952 til 1953, og við Námsflokka Reykjavíkur 1953–1955 og 1956–1958.
Þá var Sigurlaug kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í áratug, frá 1956 til 1966, auk þess sem hún sinnti stundakennslu við Málaskólann Mímí 1960 til 1961. Frá árin 1967 var hún kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð.
Hún var borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 1970 til 1974, en tók eftir það sæti á þingi sem landskjörinn Alþingismaður Vestfirðinga. Hún var í hópi tíu fyrstu kvenna sem tóku sæti á þingi. Þar sat hún fyrir Sjálfstæðisflokkinn til 1978. Þá var hún varaþingmaður flokksins á árunum 1980 til 1983.
Eiginmaður Sigurlaugar var Þorsteinn Óskar Thorarensen. Hann var fæddur 1927 og lést árið 2006. Þau eignuðust þrjú börn, þau Ingunni, Björn og Björgu.