Síðustu vikur hefur umræddum breytingum verið mótmælt af mikilli hörku í borgum Frakklands, meðal annars París, Lyon og Nantes. Lögregluyfirvöld lýsa því að fjöldi mótmælenda hafi stundað það að kveikja í ruslafötum og kastað hlutum í átt að lögreglumönnum. Í dag var eins og áður segir kveikt í sóltjaldi veitingastaðarins La Rotonde, sem hýsti teiti Macrons þegar hann stóð uppi sem sigurvegari í fyrri kosningaumferð forsetakosninganna árið 2017.
Í Lyon notaði lögreglan ítrekað táragas á mótmælendur sem höfðu brotið rúður verslana og ætt þar inn. Það sama átti sér stað í Rennes, borg í norðvesturhluta landsins.
Til stendur að hækka eftirlaunaaldur í Frakklandi úr 62 árum í 64. Mótmælin hafa nú staðið yfir í tvo og hálfan mánuð.