Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 13:12 Togarinn sigldi fram og tilbaka meira en 100 sinnum. Open Street Map Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu. Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu.
Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01