Hönnuður borðspilsins Catan látinn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 16:36 Klaus Teuber með spilinu sem breytti borðspilaheiminum. EPA Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið. Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Teuber starfaði við að búa til tæki fyrir tannlækna framan af en hannaði borðspil í hjáverkum. Meðal fyrstu spilanna sem hann hannaði voru Barbarossa og Hoity Toity sem náðu all nokkrum vinsældum í Þýskalandi og unnu til verðlauna. Árið 1995 gaf hann út spilið Landnemarnir á Catan (nú Catan) sem gerbreytti borðspilaheiminum til framtíðar. Með útgáfu Catan hófst tímabil sem lýst hefur verið sem gullöld borðspilanna. Sérstaklega borðspila í evrópskum stíl. En það eru spil sem einblína á samkeppni umfram átök, hæfileika umfram heppni og gangverk umfram útlit. Gullöld sem stendur enn þá yfir. Leir fyrir kind? „Á einhver leir fyrir kind?“ er sígild spurning úr Catan sem er eitt af mest seldu borðspilum allra tíma. Árið 2020 höfðu selst 32 milljón eintök af spilinu og það verið þýtt á 40 tungumál. Þá hafa ótal viðbætur verið gefnar út fyrir spilið og aðrar útgáfur af því, svo sem Catan í geimnum. Teuber átti einnig sterk tengsl við Ísland því að eyjan Catan, sem leikmenn keppast um að nema og byggja upp, er byggð á Íslandi. Það er hugmyndina fékk Teuber þegar hann var að lesa um hvernig Ísland var numið á níundu öld. Spilið hefur selst í meira en 30 milljón eintökum og verið þýtt á 40 tungumál. „Þegar ég hannaði spilið snemma á tíunda áratugnum, sá ég fyrst fyrir mér Ísland, sem var hlýrra á ármiðöldum en það er nú. Það voru birkiskógar á þessari norðlægu eyju þegar landnemarnir komu fyrst, en á stuttum tíma voru skógarnir hoggnir til að byggja hús og skip. Það var lítið um kornrækt, en sauðfé og hross þrifust á þessari hrjóstrugu eldfjallaeyju. Þess vegna voru viðskipti það mikilvægasta fyrir íslenska landnema til að fá málmgrýti, korn og timbur,“ sagði Teuber eitt sinn í viðtali um hvernig Catan varð til. Goðsögn í borðspilaheiminum Teuber hætti ekki að hanna borðspil eftir að Catan sló í gegn. Hann hannaði spil á borð við Domaine, Anno 1503 og North Wind eftir það. Ekkert af þeim komst þó í nálægð við þær vinsældir sem eyjan Catan náði og hefur enn. „Teuber var goðsögn í borðspilaheiminum. Hann hannaði ekki aðeins eitt þekktasta borðspil nútímans heldur breytti hann þýska spilaheiminum og mun veita komandi kynslóðum innblástur,“ segir í yfirlýsingu frá Catan Studios, sem gefur út spilið.
Þýskaland Borðspil Andlát Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira