Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana Árni Sæberg skrifar 3. apríl 2023 20:23 Skotárásin var framin skömmu eftir áramót í Richneck grunnskólanum. BILLY SCHUEMAN/AP Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“. Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Þann 6. janúar síðastliðinn var Zwerner skotin af barninu í miðri kennslustund í Richneck grunnskólanum í Newport í Virginíufylki og særðist á hönd og brjósti. Hún lá á spítala í tvær vikur og þurfti að undirgangast fjórar aðgerðir. Sex ára drengur hafði haft níu millímetra skammbyssu með sér í bakpoka í skólann og dró vopnið upp eftir það sem lögregla hefur lýst sem „deilum“ hans og kennarans. Saksóknari í Virginíu hefur sagt ósennilegt að drengurinn verði ákærður vegna málsins. AP greinir frá því að Zwerner hafi stefnt George Parker III, fyrrverandi formanni skólaráðs Newport, Briönu Foster-Newton, fyrrverandi skólastjóra og Ebony Parker, fyrrverandi aðstoðarskólastjóra, til greiðslu skaðabóta upp á fjörutíu milljónir dala. Parker III var rekinn af skólaráðinu og Parker sagði starfi sínu lausu eftir atvikið. Foster-Newton vinnur enn hjá skólayfirvöldum á svæðinu að sögn talsmanns þeirra en hann gefur ekki upp hvaða stöðu hún gegnir. AP hefur eftir lögmanni skólastjórans fyrrverandi að hann hafi ekki haft vitneskju um ábendingar um að drengurinn hafi verið með skotvopn í skólanum. „Frú Briana Foster-Newton mun verjast öllum ásökunum sem bornar verða á hana sem hluti af lögsókn ungfrúar Zwerner og bregðast við í takti við það,“ er haft eftir lögmanninum. Í frétt AP segir að hinir tveir stefndu hafi ekki brugðist við fyrirspurnum fréttastofunnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Kennari enn þungt haldinn eftir að sex ára nemandi skaut hann Ástand kennara sem var skotinn af sex ára gömlum nemanda sínum í grunnskóla í Virginíu í Bandaríkjunum á föstudag er sagt stöðugt en alvarlegt. Barnið var í haldi lögreglu fyrst eftir skotárásina en yfirvöld hafa ekki viljað segja hvar það er nú vistað. 9. janúar 2023 16:31
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent