Hafði litlar væntingar til Rúnars en segir hann nú hárrétta manninn Sindri Sverrisson skrifar 3. apríl 2023 13:30 Viggó Kristjánsson kominn í færi á HM í Svíþjóð í janúar. VÍSIR/VILHELM Viggó Kristjánsson segir það hafa komið sér á óvart þegar Rúnar Sigtryggsson var ráðinn sem þjálfari hans hjá þýska handknattleiksliðinu Leipzig. Hann hafi ekkert vitað við hverju mætti búast við af Rúnari en er hæstánægður undir hans stjórn og ákvað að skrifa undir nýjan samning við félagið. Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“ Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Sjá meira
Viggó fékk nýjan samning sem gildir til ársins 2027, þrátt fyrir að hann glími nú við meiðsli í læri og spili ekki meira á þessari leiktíð vegna þeirra. Viggó er enn í 5. sæti yfir markahæstu leikmenn þýsku deildarinnar í vetur, með 135 mörk, og Leipzig er í 9. sæti af 18 liðum eftir að hafa aðeins náð í fjögur stig í tíu leikjum og verið í 16. sæti þegar Rúnar var ráðinn í nóvember. „Það er búið að vera frábært síðan að Rúnar tók við liðinu. Gengið vel bæði persónulega og hjá liðinu. Við sáum því ekki annað í stöðunni en að framlengja dvölina,“ segir Viggó í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur á Stöð 2. Hann vissi ekki við hverju mátti búast af Rúnari sem hafði ekki átt góðu gengi að fagna með Haukum í haust: „Ég hafði í raun litlar væntingar. Ég þekkti Rúnar ekkert sem þjálfara og vissi ekki hvað ég eða við sem lið værum að fá í hendurnar. Auðvitað voru liðsfélagar mínir fljótir að spyrja mig út í hvernig hann væri sem þjálfari og ég gat því miður ekki gefið neitt „feedback“ á það. En hann hefur reynst okkur svakalega vel. Auðvitað kom það mér á óvart á sínum tíma að hann væri ráðinn en hann hafði gott orðspor eftir að hafa verið með Aue hérna í næsta bæ við hliðina á okkur. Eftir á að hyggja var hann hárrétti maðurinn í starfið,“ segir Viggó en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viggó ræddi um nýjan samning og næsta landsliðsþjálfara Spenntur að sjá nýjan landsliðsþjálfara og kannaði hug Rúnars „Fyrir okkur og mig persónulega hentar mjög vel hvernig Rúnar þjálfar. Hann gefur mér mikið frelsi til að spila minn leik, sem ég þarf á að halda ef ég að ná fram því besta hjá sjálfum mér,“ segir Viggó sem bíður þess nú að vita hver verður næsti þjálfari hans hjá íslenska landsliðinu. Nýr þjálfari tekur við liðinu eftir leikina við Ísrael og Eistland í undankeppni EM í lok þessa mánaðar. „Það verður áhugavert að sjá hver tekur við. Leiðinlegt að missa af næsta verkefni en ég geri þá ráð fyrir að það verði kominn nýr þjálfari í haust. Það verður mjög spennandi að sjá hver það verður. Ég spurði Rúnar hvort að hann hefði áhuga en hann neitaði því nú,“ segir Viggó léttur og bætir við. „Fyrir mér þá hefði það verið þægilegast en við sjáum bara til. Ég er bara spenntur að sjá hver tekur við.“
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Grænhöfðaeyjar og Síle í milliriðil „Þeir eru með hraða tætara“ Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Höfum aldrei unnið fyrrum Júgóslavíuþjóð í gömlu Júgóslavíu Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons „Núna byrjar alvaran“ Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Sjá meira