Guðmundi sleppt eftir skýrslutöku í gær Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. apríl 2023 10:06 Guðmundur Elís í haldi lögreglu árið 2020 þegar hann var grunaður um tilraun til manndráps. vísir Ekki verður farið fram á gæsluvarðhald yfir Guðmundi Elís Sigurvinssyni sem handtekinn var við höfnina í Reykjanesbæ í gær eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Guðmundur var látinn laus að loknum skýrslutökum. Þetta segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu. „Nei það verður ekki farið fram á gæsluvarðhald, það er ekkert tilefni til þess.“ „Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í gær. Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar. Stúlkan reyndist vera á bát með Guðmundi og var hann handtekinn þegar báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ í gær. Rannsókn málsins er á forræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að embættið hafi aðstoðað kollega sína í Vestmannaeyjum við handtöku í gær. Jóhannes segir að lögreglan á Suðurnesjum hafi tekið skýrslu af Guðmundi og hann svo látinn laus í gærkvöldi. Aðspurður hvort málinu sé þá lokið segir hann óvíst að svo sé. „Við bíðum eftir skýrslu frá Suðurnesjum og tökum svo stöðuna.“ Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls. Vestmannaeyjar Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Þetta segir Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum í samtali við fréttastofu. „Nei það verður ekki farið fram á gæsluvarðhald, það er ekkert tilefni til þess.“ „Ekki hefur einhver séð systur mína eða heyrt eitthvað frá henni? Hún fór að heiman um 19 leytið í gærkvöldi og skilaði sér aldrei heim í nótt,“ sagði í skilaboðum frá eldri systur stúlkunnar sem voru í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum framan af degi í gær. Fjölskyldan óttaðist að hún hefði farið með Guðmundi Elís Sigurvinssyni, dæmdum ofbeldismanni, þar sem þau hefðu verið í samskiptum undanfarið. Stúlkan er fædd 2007 og verður sextán ára á árinu. Guðmundur Elís verður 24 ára í sumar. Stúlkan reyndist vera á bát með Guðmundi og var hann handtekinn þegar báturinn kom til hafnar í Reykjanesbæ í gær. Rannsókn málsins er á forræði Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, staðfestir að embættið hafi aðstoðað kollega sína í Vestmannaeyjum við handtöku í gær. Jóhannes segir að lögreglan á Suðurnesjum hafi tekið skýrslu af Guðmundi og hann svo látinn laus í gærkvöldi. Aðspurður hvort málinu sé þá lokið segir hann óvíst að svo sé. „Við bíðum eftir skýrslu frá Suðurnesjum og tökum svo stöðuna.“ Fyrrverandi kærasta Guðmundar Elís hefur greint frá miklu ofbeldi í sambandi þeirra. Myndir sem sýndu áverka stúlkunnar vöktu mikla athygli og þótti mörgum tólf mánaða dómur mildur í því samhengi. Þá var Guðmundur Elís handtekinn í september 2021 grunaður um kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum. Jóhannes Ólafsson kveðst ekki búa yfir upplýsingum um stöðu rannsóknar þess máls.
Vestmannaeyjar Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Fimmtán ára stúlka um borð í bát með alræmdum ofbeldismanni Tæplega 24 ára karlmaður var handtekinn við höfnina í Reykjanesbæ á fjórða tímanum í dag eftir að tilkynnt var að fimmtán ára stúlka í Vestmannaeyjum hefði ekki skilað sér heim í gær. Stúlkan fannst um borð í bát við veiðar á Suðurnesjum. Karlmaðurinn á sögu um gróft ofbeldi. 2. apríl 2023 18:16
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent