Sanna viðurkennir ósigur Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 20:59 Sanna Marin hefur lotið í lægra haldi fyrir Petteri Orpo. KIMMO BRANDT/EPA-EFE Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum. Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Líklegt er að Sambandsflokkurinn, sem er á hægri væng stjórnmálanna hljóti 48 þingmenn af tvö hundruð. „Við hlutum bestu kosninguna og við munum ganga til viðræðna um myndun nýrrar ríkisstjórnar,“ hefur Verdens Gang eftir Orpo. Fyrirséð er að ríkisstjórnarmyndun verði nokkuð flókin. Finnska þingið hefur sjaldan verið jafn brotakennt og tíu flokkar með sæti á þingi. Því mun sá flokkur sem ber sigur úr býtum í kvöld þurfa að reiða sig á samstarf við nokkra flokka líkt og síðasta ríkisstjórn. Hana mynduðu fimm flokkar: Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstriflokkurinn, sænski fólksflokkurinn og loks Jafnaðarmannaflokkurinn. Næststærsti flokkurinn á þingi verður að öllum líkindum þjóðernisflokkurinn Finnaflokkurinn með 46 þingmenn og sá þriðji Jafnaðarmannaflokkur Marin með 43 þingmenn. Forsætisráðherrann hefur játað ósigur og óskað Orpo til hamingju með sigurinn. „Lýðræðið hefur talað og finnska þjóðin hefur greitt atkvæði,“ sagði Marin í ræðu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. „Við höfum aukið bæði stuðning og fjölda þingsæta. Það er verulega góður árangur. Fögnuður lýðræðisins er alltaf góður hlutur, við höfum ástæðu til þess að vera ánægð með þessa niðurstöðu,“ sagði hún. Hefðin í Finnlandi er sú að stærsti flokkurinn leiði stjórnarmyndunarviðræður og fari með embætti forsætisráðherra. Venjulega eru ríkisstjórnir í Finnlandi myndaðar þvert yfir hinn pólitíska skala en stjórnmálarýnendur ytra hafa spáð því að nú gæti blokkapólitík tekið yfir í Finnlandi. Valið er því Petteris Orpo, hvort hann gangi í samstarf með Finnaflokknum lengst til hægri eða fari yfir miðjuna og semji við Sönnu Marin og Jafnaðarmenn hennar. Hún hefur útilokað samstarf með Finnaflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Sjá meira
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. 2. apríl 2023 19:18