Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 09:50 GoKart-brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Getty/Bílaklúbbur Akureyrar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi. Akureyri Bílar Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi.
Akureyri Bílar Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira