Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar Bjarki Sigurðsson skrifar 2. apríl 2023 09:50 GoKart-brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Getty/Bílaklúbbur Akureyrar Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf. Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi. Akureyri Bílar Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Gerðar hafa verið þó nokkrar tilraunir við að reka GoKart-braut á Íslandi í gegnum árin. Prófað hefur verið að hafa þær í Garðabæ, Reykjanesbæ, Korputorgi og fleiri stöðum. Síðustu ár hefur þó engin braut verið á Íslandi og Íslendingar þurft að sætta sig við að fara bara í GoKart þegar ferðast er erlendis. Nú ætla Hákon Gunnar Hákonarson og Baldvin Þór Ellertsson að reyna að koma þessari sívinsælu afþreyingu aftur af stað á Íslandi. Þann 1. júní næstkomandi opna þeir GoKart-braut á Akureyri á svæði bílaklúbbsins þar í bæ. Ríkisrekið í Danmörku Í samtali við fréttastofu segir Hákon Gunnar að GoKart sé að vissu leyti nauðsynlegt fyrir ungt fólk til þess að fá tilfinningu fyrir akstri. GoKart sé til alls staðar í heiminum og sé meira að segja ríkisrekið í Danmörku svo ungir krakkar fái sín fyrstu kynni af akstri. „Það segir sig sjálft að ungir ökumenn sem hafa ekið GoKart í nokkur ár áður en þeir fara í umferðina eru öruggari og betri ökumenn. Svo er bara líka gleðihlutinn af þessu. Kappakstur og allt þetta. Ná tíma og finna út línur. Bara keyra kappakstur sem mörgum finnst rosalega skemmtileg afþreying. Að keyra kappakstur löglega, það verður ekkert betra fyrir þá. Þá náum við kappakstrinum af götunum eins og er alltaf hugsunin í þessu,“ segir Hákon Gunnar. Hákon Gunnar Hákonarson er einn þeirra sem ætlar að bjóða Íslendingum upp á GoKart á Akureyri. Hugmyndin kviknaði þegar hann og félagi hans voru að tala um hvaða afþreying væri í boði á Akureyri. Fannst þeim úrvalið helst til of lítið. „Ég var í þessum bransa 1994 eða 1995. Með GoKart leigu og Jet Ski-leigu, ég og félagi minn sem erum að opna þetta núna. Við vorum að rabba okkar á milli um hvað væri í boði í bæjarfélaginu, okkur fannst það heldur magurt eitthvað, miðað við hvernig þetta var í gamla daga. Okkur fannst tilvalið að bjóða upp á þetta,“ segir Hákon Gunnar. Þétt braut Brautin verður útibraut og bílarnir eru með þeim flottari í heiminum. Brautin verður á svæði Bílaklúbbs Akureyrar en eigendur brautarinnar leigja svæðið undir brautina af þeim. Svæðið er nýtt eins og hægt er og verður brautin frekar þétt. Akureyri verður seint þekkt sem sólarparadís allan ársins hring en Hákon Gunnar segir það vera í lagi. Brautin verði einungis opin yfir sumarmánuðina. „Þunginn í þessu eru þessir þrír mánuðir á sumrin. En það eru búin að vera inni GoKart í Garðabæ og þetta hefur verið úti í Smáranum og Keflavík. Við vorum bara með þetta úti hér í gamla daga og ætlum bara að gera þetta eins,“ segir Hákon Gunnar. Stefnt er á að brautin opni 1. júní næstkomandi.
Akureyri Bílar Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira