Júlíus Viggó vill leiða Heimdall Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 21:24 Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar. Aðsend Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur. Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20