Í kjólinn fyrir jólin 2028 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:31 Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Sjá meira
Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun