Í kjólinn fyrir jólin 2028 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 30. mars 2023 18:31 Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Efnahagsmál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Orð fjármálaráðherra í gær sýna að hann tekur til sín að markaðurinn hefur misst trúna á því að Sjálfstæðisflokkurinn geti stýrt efnahagsmálunum. Það eru auðvitað tíðindi að fjármálaráðherra skuli viðurkenna að ríkisstjórnin hafi misst tiltrú fólks á að hún geti náð verðbólgunni niður. Nýkynnt fjármálaáætlun er því miður ekki líkleg til að snúa stöðunni við. Breiðu strokurnar eftir kynningu á fjármálaáætlun eru að Sjálfstæðisflokkurinn boðar engar raunverulegar aðgerðir til að hagræða eða skera niður. Útgjaldapólitíkin er að mestu hin sama og enn eru útgjöld langt umfram tekjur. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka svimandi háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa við að ná niður verðbólgu. Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Of lítið og of seint Ríkisstjórnin talar núna um að hún sé að senda skýr skilaboð og að markmiðin séu að ná niður verðbólgu. Það er í sjálfu sér gott fyrsta skref. Ríkisstjórnin skilgreinir verðbólgu sem versta óvininn en planið til að berjast gegn óvininum er á samt fyrst á dagskrá 2024-2028. Ríkisstjórnin ætlar t.d. þá að skoða breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem muni kannski skila hærri veiðileyfagjöldum árið 2025. Þetta gerir ekkert til að ná niður verðbólgu í dag. Einhverjar pælingar um veiðigjöld eftir 2 ár hjálpa ekki ungu fólki á húsnæðismarkaði núna með háa vexti á fasteignalánunum. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er dálítið eins og fyrirheit um geggjað æfingaprógram sem byrjar 2024-2028. Og skilar þjóðinni í kjólinn fyrir jólin 2028. En markmið án aðgerða skila auðvitað engum árangri. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur segir fjármálaáætlunina ekki geyma neinar raunverulegar aðgerðir til að sporna gegn verðbólgu. Það sé einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur verið að tala um einhverjar mögulegar breytingar í framtíðinni. Frumjöfnuðurinn samt í toppstandi Þegar fjármálaáætlunin er lesin verður skiljanlegt hvers vegna seðlabankastjóri talaði ekkert um ríkisfjármálin á síðasta blaðamannafundi þegar hann boðaði tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Rétt eins og markaðurinn hefur hann misst trú á að fjármálaráðherra geti sinnt sínu hlutverki og stutt Seðlabankann í baráttunni við verðbólguna. Heimilin og fyrirtækin geta því búist við þrettándu vaxtahækkuninni því í fjármálaáætlun eru einfaldlega ekki þær aðgerðir sem þarf til að kæla hagkerfið. Og að auki fá öll fyrirtæki á sig skattahækkun. Þrátt fyrir öll varnaðarorð heimsins valdi fjármálaráðherra að skila fjárlögum fyrir þetta ár með 120 milljarða halla. Þar var tækifæri til búa í haginn en önnur leið var hins vegar farin og verðbólga þess í stað keyrð upp enn meira. Á sama tíma talar fjármálaráðherra um góða stöðu ríkissjóðs og að frumjöfnuður sé að batna. Það er svolítið eins og að segja að afkoman á heimilinu sé góð áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem máli skiptir. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Í nokkur ár til viðbótar verður ríkið rekið á yfirdrætti. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla að koma þeim til aðstoðar sem verst eru settir sem er bæði jákvætt og mikilvægt. Afleiðingarnar fyrir millistéttina verða hins vegar að hún á áfram að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu því Sjálfstæðisflokkurinn neitar að láta segjast og heldur áfram að þenja ríkið út. Og hækkar nú líka skatta. Millistéttin tekur reikninginn Hér er fram komin áætlun sem þarf að lesa út frá því sem ekki kemur fram: Hvar eru markmiðin um að greiða niður skuldir? Hvar eru markmiðin um að lækka viðskiptahalla? Svör við þessum spurningum eru svörin sem geta hjálpað fjármálaráðherra að endurheimta trú fólks á að hann geti náð verðbólgunni niður. Þangað til þessi svör liggja fyrir mun millistéttin og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka reikninginn og búa við verðbólgu og háa vexti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar