Sárt að bera sig saman við sífellt dýrari fermingar Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 21:36 Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Bylgjan Varaformaður Pepp Ísland, samtaka fólks í fátækt, segir slæmt hversu mikið fermingarveislur kosta í dag. Hún segir að dæmi séu um að veislurnar kosti hálfa milljón þrátt fyrir að fólk reyni að halda kostnaðinum í lágmarki. Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“ Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Pepp Ísland, segir í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag frá syni konu í samtökunum sem er að ferma barnið sitt. Þar fór kostnaðurinn við veisluna upp í næstum hálfa milljón króna þrátt fyrir að reynt hafi verið að halda kostnaðinum í lágmarki. „Það var reynt að gera þetta sem ódýrast með alls konar samböndum, með sal og slíkt, kaupa mat í Bónus og svoleiðis. Þetta er samt komið hátt upp í hálfa milljón,“ segir Birna. Aðspurð um ástæðuna fyrir þessu segir Birna að bæði sé allt orðið virkilega dýrt en einnig séu viðmiðin um fermingarveislur orðin meiri. „Foreldrar vilja ekki vera eitthvað minni en aðrir foreldrar. Þannig það er kominn rosalega hár „standard“ á þessar veislur sem er náttúrulega bara hræðilegt fyrir fólk sem hefur engan veginn efni á þessu.“ Birna segir að þróunin virðist vera á þann veg að fermingar séu að verða sífellt kostnaðarsamari: „Þetta virðist vera að versna. Maður er að heyra um að það séu skemmtikraftar, einhverjir myndakassar og alls konar. Þetta er liggur við orðið eins og brúðkaup, jafnvel meira.“ Sárt að bera sig saman Ljóst er þó að það geta ekki allir foreldrar borgað himinháar fjárhæðir fyrir fermingarveislur barnanna sinna. Birna segir það vera erfitt fyrir foreldra sem hafa lítið á milli handanna að heyra samanburðinn við aðra. „Við viljum náttúrulega gefa börnunum okkar allt það besta. Þegar við síðan heyrum börnin okkar koma og segja: „Af hverju fékk þessi svona mikið meira en ég í fermingargjöf?“ Það er rosalega erfitt fyrir foreldra.“ Til að mynda sé það erfitt fyrir foreldra í fátækt að heyra af stórum fermingargjöfum sem foreldrar eru að gefa börnum sínum: „Það er rosalega sárt að bera sig saman við það.“
Reykjavík síðdegis Fermingar Fjármál heimilisins Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent