Gul viðvörun í húsnæðiskortinu Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 28. mars 2023 17:00 Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Stýrivaxtahækkanir og verðbólga hækka lánin, matarkarfan er orðin dýrari, tryggingar hafa hækkað og veski landsmanna léttist í takt. Þær jákvæðu fréttir bárust hins vegar í morgun að verðbólgan virðist vera að þokast niður. Einn fyrir alla, allir fyrir einn Afleiðingar af þessum hækkunum eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en hefur kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn, sérstaklega þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Fjölmargir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt líkt og markaðurinn er í dag. Þessi þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram þegar fastir vextir óverðtryggðra lána renna sitt skeið. Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Þetta er vond þróun og húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er nú botnfrosinn. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverkið sem var að kæla markaðinn, en við verðum að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki og við sjáum margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur í fullkominni pattstöðu. Fólk verður áfram að finna sér heimili en húsnæðisverð, lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Til viðbótar þurfum við auðvitað að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni og ég er farin að upplifi mig sem rispaða plötu. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að horfa til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við þurfum núna að breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Við þurfum núna að greina umhverfi framkvæmdaðila og mér þykir líklegast að nauðsynlegt sé að ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og má þar horfa til sérstakra, og tímabundna, lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Þá ákalla ég lífeyrissjóðina um að koma inn með öflugri hætti og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Þurfi til þess lagabreytingu þá er það okkar þingmanna að bregðast þar við. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er að nýta þau. Ég er tilbúinn til þess að vinna að lausn mála og kalla á fleiri til að vera með mér í því liði. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Framsóknarflokkurinn Alþingi Seðlabankinn Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nýverið kynnti seðlabankastjóri tólftu stýrivaxtahækkunina í röð. Peningastefnunefnd ákvað að hækka stýrivexti um heila prósentu og flestir landsmenn, ef ekki allir, eru nú orðnir meðvitaðir um það hvaða afleiðingar þetta hefur á rekstur heimila. Stýrivaxtahækkanir og verðbólga hækka lánin, matarkarfan er orðin dýrari, tryggingar hafa hækkað og veski landsmanna léttist í takt. Þær jákvæðu fréttir bárust hins vegar í morgun að verðbólgan virðist vera að þokast niður. Einn fyrir alla, allir fyrir einn Afleiðingar af þessum hækkunum eru auðvitað margþættar. Þetta er þungt högg fyrir marga en hefur kannski hvað mest áhrif á einstaklinga og húsnæðismarkaðinn, sérstaklega þá sem eru að taka sín fyrstu skref hvað varðar húsnæðiskaup, starfsframa og stofnun fjölskyldu. Ungt fólk á varla möguleika í núverandi aðstæðum. Fjölmargir berjast í bökkum við að eiga fyrir afborgunum og sumir neyðast jafnvel til að selja eignir sem þó getur reynst erfitt líkt og markaðurinn er í dag. Þessi þróun mun að öllu óbreyttu halda áfram þegar fastir vextir óverðtryggðra lána renna sitt skeið. Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaðnum hefur dregist verulega saman og er það bein afleiðing aðgerða Seðlabankans sem ég hef margoft bent á. Þetta er vond þróun og húsnæðismarkaðurinn sem hefur verið í mikilli grósku undanfarin ár er nú botnfrosinn. Seðlabankanum hefur tekist ætlunarverkið sem var að kæla markaðinn, en við verðum að spyrja okkur að því hvernig við ætlum að bregðast við í nútíð og til framtíðar. Á tímum hækkandi verðbólgu og vaxta stoppar lífið samt sem áður ekki og við sjáum margt fólk, ungt fjölskyldufólk og aðra fyrstu kaupendur í fullkominni pattstöðu. Fólk verður áfram að finna sér heimili en húsnæðisverð, lánakjör og aðrar aðstæður leyfa það ekki. Hvað er til ráða? Það gefur augaleið að grípa þurfi fyrstu kaupendur og gera sérstakar ráðstafanir til að leysa þann hnút sem við erum komin í. Til viðbótar þurfum við auðvitað að hafa skýra sýn á uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Ég hef áður skrifað og rætt um ýmsar leiðir til að bregðast við stöðunni og ég er farin að upplifi mig sem rispaða plötu. Við þurfum á einhverjum tímapunkti að horfa til rýmkunar á reglum og kröfum hvað varðar veitingu hlutdeildarlána til fyrstu kaupenda. Við þurfum núna að breyta reglum er varða veðsetningu lána fyrstu kaupenda svo að auðveldara sé að festa kaup á húsnæði. Við þurfum núna að greina umhverfi framkvæmdaðila og mér þykir líklegast að nauðsynlegt sé að ráðast í sértækar aðgerðir fyrir þá sem fyrirhuga byggingu hagkvæmra íbúða á næstu mánuðum og má þar horfa til sérstakra, og tímabundna, lánaskilmála hjá fjármálafyrirtækjum. Þetta væri þá sú sértæka aðgerð sem þyrfti til svo til tryggja megi nauðsynlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis til framtíðar og koma í veg fyrir fyrirsjáanlega stöðnun. Þá ákalla ég lífeyrissjóðina um að koma inn með öflugri hætti og taka þátt í uppbyggingu heilbrigðs leigumarkaðar. Þurfi til þess lagabreytingu þá er það okkar þingmanna að bregðast þar við. Ég er full meðvitaður um þann línudans sem þetta er á tímum hárra vaxta og verðbólgu, en núverandi ástand mun einungis leiða til hærra leiguverðs og auka þrýsting á mjög hátt fasteignaverð þegar núverandi ástandi slotar. Það eru ýmis verkfæri til staðar og spurningin er að nýta þau. Ég er tilbúinn til þess að vinna að lausn mála og kalla á fleiri til að vera með mér í því liði. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun