Það þarf að ganga í verkin! Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 28. mars 2023 15:01 Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma. Stjórnvöld hafa úrslitavaldið í mörgum málum, en það er eins og kerfið glími við ákveðna ákvörðunarfælni þegar kemur að ýmsum málum. Í því samhengi má velta fyrir sér hvort stjórnvöld hafi sett sér of íþyngjandi reglur þegar kemur að minnstu málum, allt þarf að rannsaka og rýna ofan í kjölinn með tilheyrandi töfum. Þá er einnig mörgum rangfærslum haldið á lofti í fjölmiðlum og í umræðunni sem flækja málin og verða til þess að þau tefjast enn frekar. Í þessu samhengi langar mig að benda á mál sem krefjast tafarlausra úrlausna en hafa þó beðið fullnaðarafgreiðslu í alltof langan tíma. Sameining í kjötiðnaði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hefur farið versnandi á síðustu árum og það hefur verið margrætt en lítið að gert. Rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Nú hafa okkur borist fréttir að nýjar greiningar bendi til þess að stefnu skorti við framleiðslu á íslensku, svína-, nautgripa- og kindakjöti. Það þvert á markmið ríkisstjórnarinnar um að styðja við bændur og tryggja fæðuöryggi landsins til framtíðar. Sá sem hér skrifar hefur ásamt fleiri aðilum ítrekað bent á þau tækifæri sem fólgin eru í sameiningu afurðastöðva. En með slíkum aðgerðum er hægt að ná fram sambærilegri hagræðingu og hefur náðst í kringum mjólkuriðnaðinn. Þeir sem starfa innan kjötiðnaðarins hafa bent á að slík hagræðing geti komið rekstrargrundvelli bænda aftur á réttan kjöl eftir erfiða tíma og myndi að öllum líkindum skila sér til neytenda í formi lægra verðs og bættri afkomu bænda. Af hverju er þessi leið ekki farin? Orkuþörfin Þá liggur það fyrir að við þurfum meiri orku, bæði til þess að mæta markmiðum okkar um kolefnishlutleysi og orkuskipti en einnig til fylgja eftir náttúrulegri fólksfjölgun ásamt því að styðja við hagvöxt. Við erum öll meðvituð um orkuþörfina, sem mun aðeins aukast í náinni framtíð. Hins vegar virðist vera talsverð tregða við að hefja framkvæmdir á nýjum virkjunum og ferlið er allt of þungt í vöfum. Sem dæmi má nefna Hvammsvirkjun, en það hefur tekið 16 mánuði að fá framkvæmdaleyfi fyrir henni og hún er svo sannarlega ekkert einsdæmi í kerfinu. Ef við ætlum okkur að ná settum markmiðum og tryggja áframhaldandi hagvöxt í landinu þá þurfum við að fara tala minna og vinna meira. Það er alltaf hægt að skoða og rýna, gera stefnur og ferla, en núverandi staða krefst skjótrar ákvarðanatöku. Gangnagerð Greiðar samgöngur eru forsendur vaxta og eru lífæðar hvers samfélags, sér í lagi fyrir hinar dreifðari byggðir þar sem góðar samgöngur eru forsenda þess að byggja upp öflugt atvinnulíf á hverju svæði fyrir sig. Íbúar á landsbyggðinni vita allt um erfiðar samgöngur, en það veltur á veðráttu þann daginn hvort hægt sé að ferðast milli staða. Oft þarf yfir erfiða fjallvegi að fara með tilheyrandi vandkvæðum og mörg svæði bíða eftir jarðgöngum til þess að tryggja betri samgöngubætur. En það kostar að fara í framkvæmdir sem þessar og því þarf að forgangsraða verkefnum með þeim afleiðingum að lítið gerist. Fjöldi gangna hafa beðið talsverðan tíma án hreyfingar og það tekur áratugi fyrir göng að raungerast frá hugmynd þar til hægt er að taka þau í notkun. Við þurfum að horfa til þeirra nágrannaríkja okkar sem standa okkur framar í þessum efnum og sjá hvernig þau bregðast við sömu áskorunum, hvort sem það snýr að forvinnu vegna ganga eða að fjármögnun. Í því samhengi vil ég einnig hvetja lífeyrissjóðina til þess að taka þátt í samfélagslega arðbærum verkefnum en við þurfum að vera duglegri að nýta okkur samvinnuverkefni PPP í auknum mæli. Ég er er tilbúin til þess að greiða leið fleiri verkefna í gegnum Alþingi með þeim hætti. Það gengur ekki að íbúar bíði fjórðung lífs síns eftir göngum og öðrum samgöngubótum í sínu nærumhverfi. Munurinn milli okkar og Norðmanna Stór munur er á milli Íslands og nágrannaþjóða okkar. Hann grundvallast í framkvæmdatíma, það er að það sem tekur Íslendinga talsverðan tíma að klára tekur t.d. Norðmenn mun styttri tíma. Norðmenn eru gott dæmi, en þó fjárhagslegar aðstæður þeirra eru betri þá er munurinn aðallega fólginn í því að ákvarðanir eru teknar fyrr. Ef fiskeldisleyfi eru sérstaklega tekin til álita þá er furðulegt að hér á landi taki 8 ár að veita fiskeldisleyfi þegar það tekur að hámarki 26 mánuði í Noregi. Þetta kemur fjárhagsaðstæðum ekkert við. Rannsóknir taka minni tíma. Öll skoðun og vinna fram að leyfisveitingu tekur mun minni tíma. Þessi mismunur einskorðast ekki við veitingu leyfa. Við þurfum að finna punktinn í ferlinu þar sem tregða við að taka lokaákvörðun myndast og breyta áherslum. Við þurfum að fara að ganga í þau verk sem fyrir okkur liggja og láta þau raungerast, framkvæmdarleysi, of mikið tal og ákvörðunarfælni leiðir til stöðnunar og þar vill engin vera. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokkurinn Alþingi Matvælaframleiðsla Orkumál Samgöngur Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma. Stjórnvöld hafa úrslitavaldið í mörgum málum, en það er eins og kerfið glími við ákveðna ákvörðunarfælni þegar kemur að ýmsum málum. Í því samhengi má velta fyrir sér hvort stjórnvöld hafi sett sér of íþyngjandi reglur þegar kemur að minnstu málum, allt þarf að rannsaka og rýna ofan í kjölinn með tilheyrandi töfum. Þá er einnig mörgum rangfærslum haldið á lofti í fjölmiðlum og í umræðunni sem flækja málin og verða til þess að þau tefjast enn frekar. Í þessu samhengi langar mig að benda á mál sem krefjast tafarlausra úrlausna en hafa þó beðið fullnaðarafgreiðslu í alltof langan tíma. Sameining í kjötiðnaði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hefur farið versnandi á síðustu árum og það hefur verið margrætt en lítið að gert. Rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Nú hafa okkur borist fréttir að nýjar greiningar bendi til þess að stefnu skorti við framleiðslu á íslensku, svína-, nautgripa- og kindakjöti. Það þvert á markmið ríkisstjórnarinnar um að styðja við bændur og tryggja fæðuöryggi landsins til framtíðar. Sá sem hér skrifar hefur ásamt fleiri aðilum ítrekað bent á þau tækifæri sem fólgin eru í sameiningu afurðastöðva. En með slíkum aðgerðum er hægt að ná fram sambærilegri hagræðingu og hefur náðst í kringum mjólkuriðnaðinn. Þeir sem starfa innan kjötiðnaðarins hafa bent á að slík hagræðing geti komið rekstrargrundvelli bænda aftur á réttan kjöl eftir erfiða tíma og myndi að öllum líkindum skila sér til neytenda í formi lægra verðs og bættri afkomu bænda. Af hverju er þessi leið ekki farin? Orkuþörfin Þá liggur það fyrir að við þurfum meiri orku, bæði til þess að mæta markmiðum okkar um kolefnishlutleysi og orkuskipti en einnig til fylgja eftir náttúrulegri fólksfjölgun ásamt því að styðja við hagvöxt. Við erum öll meðvituð um orkuþörfina, sem mun aðeins aukast í náinni framtíð. Hins vegar virðist vera talsverð tregða við að hefja framkvæmdir á nýjum virkjunum og ferlið er allt of þungt í vöfum. Sem dæmi má nefna Hvammsvirkjun, en það hefur tekið 16 mánuði að fá framkvæmdaleyfi fyrir henni og hún er svo sannarlega ekkert einsdæmi í kerfinu. Ef við ætlum okkur að ná settum markmiðum og tryggja áframhaldandi hagvöxt í landinu þá þurfum við að fara tala minna og vinna meira. Það er alltaf hægt að skoða og rýna, gera stefnur og ferla, en núverandi staða krefst skjótrar ákvarðanatöku. Gangnagerð Greiðar samgöngur eru forsendur vaxta og eru lífæðar hvers samfélags, sér í lagi fyrir hinar dreifðari byggðir þar sem góðar samgöngur eru forsenda þess að byggja upp öflugt atvinnulíf á hverju svæði fyrir sig. Íbúar á landsbyggðinni vita allt um erfiðar samgöngur, en það veltur á veðráttu þann daginn hvort hægt sé að ferðast milli staða. Oft þarf yfir erfiða fjallvegi að fara með tilheyrandi vandkvæðum og mörg svæði bíða eftir jarðgöngum til þess að tryggja betri samgöngubætur. En það kostar að fara í framkvæmdir sem þessar og því þarf að forgangsraða verkefnum með þeim afleiðingum að lítið gerist. Fjöldi gangna hafa beðið talsverðan tíma án hreyfingar og það tekur áratugi fyrir göng að raungerast frá hugmynd þar til hægt er að taka þau í notkun. Við þurfum að horfa til þeirra nágrannaríkja okkar sem standa okkur framar í þessum efnum og sjá hvernig þau bregðast við sömu áskorunum, hvort sem það snýr að forvinnu vegna ganga eða að fjármögnun. Í því samhengi vil ég einnig hvetja lífeyrissjóðina til þess að taka þátt í samfélagslega arðbærum verkefnum en við þurfum að vera duglegri að nýta okkur samvinnuverkefni PPP í auknum mæli. Ég er er tilbúin til þess að greiða leið fleiri verkefna í gegnum Alþingi með þeim hætti. Það gengur ekki að íbúar bíði fjórðung lífs síns eftir göngum og öðrum samgöngubótum í sínu nærumhverfi. Munurinn milli okkar og Norðmanna Stór munur er á milli Íslands og nágrannaþjóða okkar. Hann grundvallast í framkvæmdatíma, það er að það sem tekur Íslendinga talsverðan tíma að klára tekur t.d. Norðmenn mun styttri tíma. Norðmenn eru gott dæmi, en þó fjárhagslegar aðstæður þeirra eru betri þá er munurinn aðallega fólginn í því að ákvarðanir eru teknar fyrr. Ef fiskeldisleyfi eru sérstaklega tekin til álita þá er furðulegt að hér á landi taki 8 ár að veita fiskeldisleyfi þegar það tekur að hámarki 26 mánuði í Noregi. Þetta kemur fjárhagsaðstæðum ekkert við. Rannsóknir taka minni tíma. Öll skoðun og vinna fram að leyfisveitingu tekur mun minni tíma. Þessi mismunur einskorðast ekki við veitingu leyfa. Við þurfum að finna punktinn í ferlinu þar sem tregða við að taka lokaákvörðun myndast og breyta áherslum. Við þurfum að fara að ganga í þau verk sem fyrir okkur liggja og láta þau raungerast, framkvæmdarleysi, of mikið tal og ákvörðunarfælni leiðir til stöðnunar og þar vill engin vera. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar