Ríkið hreki leigjendur úr íbúðum á Suðurnesjum með yfirboðum Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2023 14:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda. Vísir/Vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ástandið á Suðurnesjum vera orðið ógnvænlegt og óbærilegt vegna aukins fjölda hælisleitenda, hræðslu og ógnandi umhverfis. Fjöldinn hafi þau áhrif að leigjendur á almennum markaði á Suðurnesjum hrekist úr íbúðum sínum þar sem Vinnumálastofnun yfirbjóði leiguna til að hægt sé að tryggja þeim húsnæði. Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni. Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Telur að psylosibin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Sjá meira
Þetta sagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók upp málið undir liðnum Störfum þingsins á Alþingi. Þingmaðurinn sagði aukinn fjölda hælisleitenda kalla á mikinn íbúðakost. „Nú er svo komið að leigusalar á Suðurnesjum eru hættir að endurnýja leigusamninga, eins og þennan hérna, við íbúa sem hafa verið á leigumarkaði í yfir fimmtán ár, eins og þessi einstaklingur sem á þennan samning,“ sagði Ásmundur og flaggaði plaggi í pontu. „Hann fær ekki framlengingu á leigusamningnum sínum vegna þess að ríkið er búið að yfirborga leiguna. Það er búið að yfirbjóða leiguna á þrjátíu samningum á Ásbrú. Þar sem þrjátíu fjölskyldum er sagt upp leigunni til að koma fyrir útlendingum. Þessum einstaklingi er boðið helmingi minna húsnæði á 140 þúsund krónum á mánuði þar sem er aðgangur að salerni og sameiginlegu eldhúsi. Erlendir byggingaverktakar sem vinna á höfuðborgarsvæðinu, í Suðurnesbæ og Reykjanesbæ, þeim hefur verið sagt upp blokkinni sem þeir búa í vegna þess að Vinnumálastofnun er búin að yfirbjóða leiguna. Hér í þessum stól er reglulega talað um að það eigi að koma á leiguþaki í hér þessu landi. Mér hefur stundum dottið í hug að jafnvel styðja þá tillögu. En þegar ríkið er farið að ganga fram með þessum hætti þá nær það ekki nokkurri átt. Það er þannig suður frá, að ef það losnar íbúð þá eru tugir fjölskyldna sem eru að reyna að fá íbúðir sem hefur þau áhrif að það er alveg sama hvað kompur eru í boði, að leiguverðið fer upp úr öllu valdi. Það ræður enginn orðið við að leigja hús á Suðurnesjum. Og það er ríkið sem gengur þar á undan. Virðulegur forseti, er ekki mál að linni í því máli,“ sagði Ásmundur í ræðu sinni.
Alþingi Hælisleitendur Reykjanesbær Suðurnesjabær Leigumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Innlent „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Innlent Fleiri fréttir Telur að psylosibin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Sjá meira