Ætlaði á hlaupaæfingu en hætti við og varð Íslandsmeistari og setti Íslandsmet Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 08:01 Andreu Kolbeinsdóttur er ýmislegt til lista lagt. vísir/egill Laugardagurinn tók nokkuð óvænta stefnu hjá íþróttakonunni fjölhæfu, Andreu Kolbeinsdóttur. Hún ætlaði að skella sér á hlaupaæfingu en endaði á því að verða Íslandsmeistari í skíðagöngu og slá 29 ára gamalt Íslandsmet í fimm þúsund metra hlaupi innanhúss. Andrea leggur aðallega áherslu á utanvegahlaup en er býsna fjölhæf eins og hún sýndi um helgina. Hún vann til fernra verðlauna á Íslandsmótinu í skíðagöngu, þar á meðal gull í liðakeppni og í fimm kílómetra göngu með hefðbundinni aðgerð. Já, og svo sló hún Íslandsmet Fríðu Rúnar Þórðardóttur í fimm þúsund metra hlaupi innanhúss sem hafði staðið frá 1994. Plön Andreu fyrir laugardaginn, þar sem hún vann gull í skíðagöngunni og setti Íslandsmetið, voru þó öllu hófsamari. „Laugardagurinn stendur upp úr þar sem ég keppti í fimm kílómetra skíðagöngu fyrir hádegi og vann hana og skellti mér svo í fimm þúsund metra hlaup innanhúss eftir hádegi. Þetta var alls ekki planað,“ sagði Andrea í samtali við Vísi. „Á föstudagskvöldið hringdi ég í hlaupaþjálfarana mína því ég var svo óviss hvort ég ætti að keppa í skíðagöngu eða mæta hlaupaæfingu með hópnum mínum. Ég var eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að mig langaði frekar á hlaupaæfinguna því aðaleinbeitingin og stærstu markmiðin snúa að hlaupunum.“ Mamma tók í taumana Andrea skipti um skoðun á síðustu stundu og mamma hennar hafði ýmislegt um það að segja. „Þegar ég var komin í hlaupaskóna á leiðinni út á laugardagsmorguninn kom mamma fram. Ég sagði henni að ég væri á leið á hlaupaæfingu og hún spurði hvort ég ætlaði í alvörunni að sleppa Íslandsmótinu í skíðagöngu. Það er geggjað veður í Bláfjöllum og þú getur hlaupið alla aðra daga ársins. Þá sneri ég við og ákvað frekar að keppa í skíðagöngunni og sé ekki eftir því,“ sagði Andrea. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Sem fyrr sagði vann hún gull í fimm kílómetra göngu og hélt síðan í Kaplakrika til að taka þátt á Góumóti Gaflarans. Það var heldur ekki á planinu. „Alls ekki. Ég var að keyra heim úr Bláfjöllum og hringdi í vinkonu mína sem var að keppa á mótinu og spurði hvort það væri of seint að skrá sig. Ég ákvað bara eftir hina keppnina að það væri nú frekar skemmtilegt að keppa í fimm kílómetra hlaupi eftir fimm kílómetra skíðagöngu. Ég vissi að Íslandsmetið að ég gæti náð Íslandsmetinu og það var mjög skemmtilegt,“ sagði Andrea. Metið slegið með stæl Hún gerði gott betur en að slá metið, hún rústaði því svo gott sem. Andrea hljóp metrana fimm þúsund á 16:46,18 mín en met Fríðu var 17,25:35 mín. Þrátt fyrir það æfir hún svona langhlaup á braut frekar stopult enda með aðaleinbeitinguna á utanvegahlaupum. „Að taka langar hlaupaæfingar hjálpar auðvitað í fimm þúsund metra hlaupi. Þótt einbeiting sé ekki aðallega á því er maður í góðu formi. Allt sem er fimm þúsund metrar eða upp úr er ég ágæt í,“ sagði Andrea. Þrátt fyrir að hafa gengið fimm kílómetra á skíðum átti Andrea nóg eftir á tankinum til að hlaupa metrana fimm þúsund. Tuttuguogfimm hringir inni! „Ég var alveg þreytt eftir gönguna en var mætt á brautina í Kaplakrika, tók nokkrar hraðaaukningar og hugsaði hvað ég væri að gera mér. Það er svona hringateljari þarna og ég sá töluna 25. Tuttuguogfimm hringir inni! En ég var mætt og þá var eins gott að gera þetta almennilega. Og mér tókst þetta,“ sagði Andrea. Eins og áður sagði liggur ástríða Andreu, sem var valin íþróttakona Reykjavíkur í fyrra, aðallega í utanvegahlaupum. „Hjartað á mest heima þar. Ég elska að hlaupa um í fjöllum og stærsta markmiðið er HM í fjallahlaupum í júní. Allar æfingar miðast að því. Við erum tíu Íslendingar sem keppa á HM í Austurríki,“ sagði Andrea sem vann til að mynda Laugavegshlaupið í fyrra sem og Reykjavíkurmaraþonið. Býr á fimm stjörnu hótel mömmu Þessi 24 ára Árbæingur hefur nóg að gera en auk þess að stunda hlaup og skíðagöngu af kappi er hún í læknanámi og að klára þriðja árið sitt í því. „Ég sef mjög mikið og næ oftast níu tímum. Það er held ég lykilinn að þessu,“ sagði Andrea aðspurð hvenær hún hafi tíma til að sofa. „En ég er svo heppin að búa á fimm stjörnu hótel mömmu. Ég er ekki í vinnu og ekki með börn þannig þetta gengur mjög vel.“ Hlaup Skíðaíþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
Andrea leggur aðallega áherslu á utanvegahlaup en er býsna fjölhæf eins og hún sýndi um helgina. Hún vann til fernra verðlauna á Íslandsmótinu í skíðagöngu, þar á meðal gull í liðakeppni og í fimm kílómetra göngu með hefðbundinni aðgerð. Já, og svo sló hún Íslandsmet Fríðu Rúnar Þórðardóttur í fimm þúsund metra hlaupi innanhúss sem hafði staðið frá 1994. Plön Andreu fyrir laugardaginn, þar sem hún vann gull í skíðagöngunni og setti Íslandsmetið, voru þó öllu hófsamari. „Laugardagurinn stendur upp úr þar sem ég keppti í fimm kílómetra skíðagöngu fyrir hádegi og vann hana og skellti mér svo í fimm þúsund metra hlaup innanhúss eftir hádegi. Þetta var alls ekki planað,“ sagði Andrea í samtali við Vísi. „Á föstudagskvöldið hringdi ég í hlaupaþjálfarana mína því ég var svo óviss hvort ég ætti að keppa í skíðagöngu eða mæta hlaupaæfingu með hópnum mínum. Ég var eiginlega komin að þeirri niðurstöðu að mig langaði frekar á hlaupaæfinguna því aðaleinbeitingin og stærstu markmiðin snúa að hlaupunum.“ Mamma tók í taumana Andrea skipti um skoðun á síðustu stundu og mamma hennar hafði ýmislegt um það að segja. „Þegar ég var komin í hlaupaskóna á leiðinni út á laugardagsmorguninn kom mamma fram. Ég sagði henni að ég væri á leið á hlaupaæfingu og hún spurði hvort ég ætlaði í alvörunni að sleppa Íslandsmótinu í skíðagöngu. Það er geggjað veður í Bláfjöllum og þú getur hlaupið alla aðra daga ársins. Þá sneri ég við og ákvað frekar að keppa í skíðagöngunni og sé ekki eftir því,“ sagði Andrea. Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Sem fyrr sagði vann hún gull í fimm kílómetra göngu og hélt síðan í Kaplakrika til að taka þátt á Góumóti Gaflarans. Það var heldur ekki á planinu. „Alls ekki. Ég var að keyra heim úr Bláfjöllum og hringdi í vinkonu mína sem var að keppa á mótinu og spurði hvort það væri of seint að skrá sig. Ég ákvað bara eftir hina keppnina að það væri nú frekar skemmtilegt að keppa í fimm kílómetra hlaupi eftir fimm kílómetra skíðagöngu. Ég vissi að Íslandsmetið að ég gæti náð Íslandsmetinu og það var mjög skemmtilegt,“ sagði Andrea. Metið slegið með stæl Hún gerði gott betur en að slá metið, hún rústaði því svo gott sem. Andrea hljóp metrana fimm þúsund á 16:46,18 mín en met Fríðu var 17,25:35 mín. Þrátt fyrir það æfir hún svona langhlaup á braut frekar stopult enda með aðaleinbeitinguna á utanvegahlaupum. „Að taka langar hlaupaæfingar hjálpar auðvitað í fimm þúsund metra hlaupi. Þótt einbeiting sé ekki aðallega á því er maður í góðu formi. Allt sem er fimm þúsund metrar eða upp úr er ég ágæt í,“ sagði Andrea. Þrátt fyrir að hafa gengið fimm kílómetra á skíðum átti Andrea nóg eftir á tankinum til að hlaupa metrana fimm þúsund. Tuttuguogfimm hringir inni! „Ég var alveg þreytt eftir gönguna en var mætt á brautina í Kaplakrika, tók nokkrar hraðaaukningar og hugsaði hvað ég væri að gera mér. Það er svona hringateljari þarna og ég sá töluna 25. Tuttuguogfimm hringir inni! En ég var mætt og þá var eins gott að gera þetta almennilega. Og mér tókst þetta,“ sagði Andrea. Eins og áður sagði liggur ástríða Andreu, sem var valin íþróttakona Reykjavíkur í fyrra, aðallega í utanvegahlaupum. „Hjartað á mest heima þar. Ég elska að hlaupa um í fjöllum og stærsta markmiðið er HM í fjallahlaupum í júní. Allar æfingar miðast að því. Við erum tíu Íslendingar sem keppa á HM í Austurríki,“ sagði Andrea sem vann til að mynda Laugavegshlaupið í fyrra sem og Reykjavíkurmaraþonið. Býr á fimm stjörnu hótel mömmu Þessi 24 ára Árbæingur hefur nóg að gera en auk þess að stunda hlaup og skíðagöngu af kappi er hún í læknanámi og að klára þriðja árið sitt í því. „Ég sef mjög mikið og næ oftast níu tímum. Það er held ég lykilinn að þessu,“ sagði Andrea aðspurð hvenær hún hafi tíma til að sofa. „En ég er svo heppin að búa á fimm stjörnu hótel mömmu. Ég er ekki í vinnu og ekki með börn þannig þetta gengur mjög vel.“
Hlaup Skíðaíþróttir Frjálsar íþróttir Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira