Hvað gerir Evrópusambandið, ESB, fyrir okkur dagsdaglega? Ole Anton Bieltvedt skrifar 28. mars 2023 13:31 ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Allt, sem við erum með í höndunum og notum, sem er CE-merkt, hefur þurft að uppfylla stífar kröfur ESB og prófanir um vænar lausnir fyrir neytendur og aðra notendur, lágmarks orkunotkun og minnsta mögulega umhverfisspillingu og, eins og áður segir, hámarks öryggi og endingu. Þessi starfsþáttur ESB er einn af lykilþáttum sambandsins, hvað varðar okkar daglega líf; trygging hagsmuna og velfarnaðar þegna þess. En ESB kemur víða annars staðar við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf okkar, umhverfi, athafnafrelsi og öryggi. Baráttan fyrir „virðingu mannsins“ og sameiginleg mannréttindi okkar – frelsi til orðs og æðis - standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1. einkunnarorð sambandsins. Næst má telja jafnréttisbaráttuna; baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna, hörundsdökkra, hinseginfólks, fatlaðra og allra annarra, sem minna mega sín, gagnvart þeim, sem meira mega sín, en líka baráttuna fyrir sérstökum réttindum kvenna. Lætur ESB sérstaklega að sér kveða í þessum efnum í Póllandi og Ungverjalandi, en þar hafa stjórnvöld verið að þrengja að frelsi og jafnrétti ýmissa hópa. ESB leggur líka mikla áherzlu á sameiginlega heilbrigðisvelferð okkar, ekki sízt á sviði hollustu, heilnæms lífs, forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða. Forystuhlutverk ESB í því að láta þróa og útvega öllum aðildarríkjunum 27, svo og Íslandi og Noregi, bóluefni gegn COVID er auðvitað skýrt dæmi um það. Hluti af sömu viðleitni ESB er samstilling sjúkratrygginga í Evrópu, sem leiddi til útgáfu hins evrópska sjúkratryggingarkorts, sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 öðrum evrópskum löndum. ESB vinnur líka hratt og skipulega að því að tryggja okkar sameiginlega neytendarétt og neytendavernd (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES-símanotendur, þar sem menn geta hring á eigin heimagjaldi um alla álfuna, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka o.s.frv.). Það óskoraða ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem við njótum, um mest alla Evrópu, er líka ESB að þakka. Það sama gildir, þegar kemur að baráttunni gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vakir ESB yfir hagsmunum okkar og velferð og bregst hart við, þegar neytendur eða almenningur eru beittir órétti eða yfirgangi. ESB leggur mikla áherzlu á okkar sameiginlegu, evrópsku menningararfleifð svo og á viðvarandi menntun og menningu íbúa álfunnar og fjármögnun hennar. ESB er leiðandi afl á sviði sameiginlegrar tæknilegrar framþróunar okkar, innleiðingu stafrænna lausna og gervigreindar og fjármögnun slíkrar framtíðartækni. Úthlutanir og styrkir, líka til íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja, eru ríflegar og fjölmargar. Þegar kemur að umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna og baráttunni gegn spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, gegnir ESB óumdeildu forystuhlutverki. ESB er líka sá aðili, sem annast og tryggir sameiginleg ytri landamæri Evrópu. Það er því sannarlega mikilvæg og margvísleg þjónusta, sem ESB veitir bandalagsþjóðum sínum, svo og okkur tengdum EFTA-þjóðum, fyrir utan alls kyns viðskipta- og efnahagsmál, en á því sviði tryggir sambandið okkur öllum frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að sumir hér haldi, að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okkur sjálfum að allt að þakka, en það er fjarri lagi. Það er mál til komið, að menn átti sig vel á því. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og Evran. Á hverjum einasta degi, og oft á dag, erum við með hluti – alls kyns varning; matvöru, fatnað, heimilisbúnað, áhöld og verkfæri, líka öll rafmagnstæki, vélar, farartæki og bílinn okkar – í höndunum, þar sem einmitt ESB hefur tryggt okkur mestu möguleg þægindi, umhverfisvænar lausnir og umfram allt öryggi og gæði í notkun. Allt, sem við erum með í höndunum og notum, sem er CE-merkt, hefur þurft að uppfylla stífar kröfur ESB og prófanir um vænar lausnir fyrir neytendur og aðra notendur, lágmarks orkunotkun og minnsta mögulega umhverfisspillingu og, eins og áður segir, hámarks öryggi og endingu. Þessi starfsþáttur ESB er einn af lykilþáttum sambandsins, hvað varðar okkar daglega líf; trygging hagsmuna og velfarnaðar þegna þess. En ESB kemur víða annars staðar við sögu, og hefur jákvæð áhrif á líf okkar, umhverfi, athafnafrelsi og öryggi. Baráttan fyrir „virðingu mannsins“ og sameiginleg mannréttindi okkar – frelsi til orðs og æðis - standa efst á blaði hjá ESB. Eru 1. einkunnarorð sambandsins. Næst má telja jafnréttisbaráttuna; baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna, hörundsdökkra, hinseginfólks, fatlaðra og allra annarra, sem minna mega sín, gagnvart þeim, sem meira mega sín, en líka baráttuna fyrir sérstökum réttindum kvenna. Lætur ESB sérstaklega að sér kveða í þessum efnum í Póllandi og Ungverjalandi, en þar hafa stjórnvöld verið að þrengja að frelsi og jafnrétti ýmissa hópa. ESB leggur líka mikla áherzlu á sameiginlega heilbrigðisvelferð okkar, ekki sízt á sviði hollustu, heilnæms lífs, forvarna og fyrirbyggjandi aðgerða. Forystuhlutverk ESB í því að láta þróa og útvega öllum aðildarríkjunum 27, svo og Íslandi og Noregi, bóluefni gegn COVID er auðvitað skýrt dæmi um það. Hluti af sömu viðleitni ESB er samstilling sjúkratrygginga í Evrópu, sem leiddi til útgáfu hins evrópska sjúkratryggingarkorts, sem veitir Íslendingum aðgang að sjúkraþjónustu og sjúkratryggingu í 28 öðrum evrópskum löndum. ESB vinnur líka hratt og skipulega að því að tryggja okkar sameiginlega neytendarétt og neytendavernd (það hefur knúið fram sanngjörn símakjör fyrir alla ESB- og EES-símanotendur, þar sem menn geta hring á eigin heimagjaldi um alla álfuna, styrkt réttindi ferðamanna gagnvart flugfélögum og annarri ferðaþjónustu, tryggt neytendum sanngjörn þjónustugjöld banka o.s.frv.). Það óskoraða ferðafrelsi, dvalarfrelsi, námsfrelsi og starfsfrelsi, sem við njótum, um mest alla Evrópu, er líka ESB að þakka. Það sama gildir, þegar kemur að baráttunni gegn verðsamráði, einokun og markaðsmisnotkun stórfyrirtækja og alþjóðlegra auðhringa. Þar vakir ESB yfir hagsmunum okkar og velferð og bregst hart við, þegar neytendur eða almenningur eru beittir órétti eða yfirgangi. ESB leggur mikla áherzlu á okkar sameiginlegu, evrópsku menningararfleifð svo og á viðvarandi menntun og menningu íbúa álfunnar og fjármögnun hennar. ESB er leiðandi afl á sviði sameiginlegrar tæknilegrar framþróunar okkar, innleiðingu stafrænna lausna og gervigreindar og fjármögnun slíkrar framtíðartækni. Úthlutanir og styrkir, líka til íslenzkra einstaklinga og fyrirtækja, eru ríflegar og fjölmargar. Þegar kemur að umhverfisvernd og minnkun mengunar og eiturefna og baráttunni gegn spillingu lofts, láðs og lagar, eyðingu dýra, náttúru og skóglendis, ekki bara í Evrópu, heldur um allan heim, gegnir ESB óumdeildu forystuhlutverki. ESB er líka sá aðili, sem annast og tryggir sameiginleg ytri landamæri Evrópu. Það er því sannarlega mikilvæg og margvísleg þjónusta, sem ESB veitir bandalagsþjóðum sínum, svo og okkur tengdum EFTA-þjóðum, fyrir utan alls kyns viðskipta- og efnahagsmál, en á því sviði tryggir sambandið okkur öllum frjálsan og jafnan markaðsaðgang og athafnafrelsi. Stundum hefur maður það á tilfinningunni, að sumir hér haldi, að þetta hafi allt komið af sjálfu sér, eða sé okkur sjálfum að allt að þakka, en það er fjarri lagi. Það er mál til komið, að menn átti sig vel á því. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun