Áfall fyrir Viggó eftir æðislegt tímabil Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2023 15:57 Viggó Kristjánsson þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla í læri. Getty/Hendrik Schmidt Viggó Kristjánsson spilar ekki meira fyrir Leipzig og íslenska landsliðið næstu þrjá mánuðina eftir að hafa meiðst í læri í leik gegn Erlangen í síðustu viku. Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira
Viggó hafði átt algjöran stórleik og skorað ellefu mörk í sigri gegn Rhein-Neckar Löwen, þáverandi toppliði þýsku 1. deildarinnar, þegar hann svo mætti Erlangen og meiddist síðasta fimmtudag. Leiktíðinni er þar með lokið hjá Viggó sem er þriðji markahæstur í bestu landsdeild heims með 135 mörk. Rúnar Sigtryggsson, sem gert hefur frábæra hluti sem þjálfari Leipzig eftir að hafa óvænt tekið við liðinu í nóvember, þarf því að spjara sig án Viggós síðustu mánuði tímabilsins. Viggó bætist á lista lykilmanna í liði Leipzig sem hafa meiðst, með Luca Witzke, Oskar Sunnefeldt, Mohamed El-Tayar, Marko Mamic og Lovro Jotic eins og rakið er á heimasíðu Leipzig, þar sem segir að aðeins Sunnefeldt hafi getað snúið aftur til keppni. Viggó mun missa af síðustu leikjum Íslands í undankeppni EM, gegn Ísrael og Eistlandi eftir mánuð. „Ég var búinn undir þessi meiðsli áður en niðurstaðan úr myndatökunni kom því ég fann þetta strax í leiknum gegn Erlangen. Ég byrja endurhæfinguna strax eftir aðgerð og ég er mjög gíraður í að snúa aftur á völlinn eins fljótt og hægt er. Ég óska liðinu alls hins besta og vona að það klári tímabilið með sóma. Ég vona að við berjumst áfram um 6. sæti og ég er viss um að kollegi minn í minni stöðu, Sime Ivic, muni standa sig vel og fá góðan stuðning frá Finn Leun,“ sagði Viggó á heimasíðu Leipzig. Leipzig er sem stendur í 8. sæti með 24 stig eftir 23 leiki, fjórum stigum á eftir Hannover-Burgdorf sem er í 6. sæti en hefur leikið einum leik meira.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjá meira