Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2023 10:40 Gervihnattamyndir sýna glögglega hvernig hvirfilbylurinn fór yfir bæinn Rolling Fork í Mississippi um helgina. Myndin til vinstri var tekin eftir hamfarirnir en myndin til hægri var tekin nokkrum vikum áður. AP/Maxar Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn. Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04