Tvö hafa slegið Íslandsmet í vetur sem voru eldri en þau sjálf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2023 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir setti glæsilegt Íslandsmet um helgina. Instagram/@andreakolbeins Þau eru ófá Íslandsmetin sem féllu á þessu innanhúss tímabili í frjálsum íþróttum og enn eitt metið féll um helgina. Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti þá Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi innanhúss en þetta gerði hún á Góumóti Gaflarans. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Andrea hljóp á 16:46,18 mínútum og bætti þar með gamla metið um meira en 39 sekúndur sem er rosaleg bæting. Það sem meira er að gamla metið, sem var 17:25,34 mínútur, hafði verið í eigu Fríðu Rún Þórðardóttur frá því í febrúar árið 1994. Andrea er fædd í febrúar 1999 og það voru því enn fimm ár og fjórum dögum betur í það að hún kæmi í heiminn þegar Fríða setti metið. Andrea hafði best áður hlaupið 5000 metra hlaupið á 17:43.61 mínútum innanhúss en það gerði Andrea þegar hún var bara nítján ára gömul árið 2018. Þetta er í annað skiptið á þessu innanhúss tímabili sem frjálsíþróttamaður slær Íslandsmet í vetur sem var eldri en hann sjálfur. Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti Íslandsmetið í 60 metra hlaupi á Nike mótaröðinni í Kaplakrika 12. janúar síðastliðinn. Kolbeinn Höður kom á í mark á 6,68 sekúndum. Gamla Íslandsmetið átti Einar Þór Einarsson sem hljóp á 6,80 sekúndum 6. febrúar 1993. Kolbeinn Höður er fæddur í júlí 1995 og það voru því enn tvö ár og fimm mánuðir í það að hann kæmi í heiminn þegar Einar setti metið sem lifði á endanum í næstum því 28 ár. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira
Andrea Kolbeinsdóttir stórbætti þá Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi innanhúss en þetta gerði hún á Góumóti Gaflarans. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Andrea hljóp á 16:46,18 mínútum og bætti þar með gamla metið um meira en 39 sekúndur sem er rosaleg bæting. Það sem meira er að gamla metið, sem var 17:25,34 mínútur, hafði verið í eigu Fríðu Rún Þórðardóttur frá því í febrúar árið 1994. Andrea er fædd í febrúar 1999 og það voru því enn fimm ár og fjórum dögum betur í það að hún kæmi í heiminn þegar Fríða setti metið. Andrea hafði best áður hlaupið 5000 metra hlaupið á 17:43.61 mínútum innanhúss en það gerði Andrea þegar hún var bara nítján ára gömul árið 2018. Þetta er í annað skiptið á þessu innanhúss tímabili sem frjálsíþróttamaður slær Íslandsmet í vetur sem var eldri en hann sjálfur. Kolbeinn Höður Gunnarsson bætti Íslandsmetið í 60 metra hlaupi á Nike mótaröðinni í Kaplakrika 12. janúar síðastliðinn. Kolbeinn Höður kom á í mark á 6,68 sekúndum. Gamla Íslandsmetið átti Einar Þór Einarsson sem hljóp á 6,80 sekúndum 6. febrúar 1993. Kolbeinn Höður er fæddur í júlí 1995 og það voru því enn tvö ár og fimm mánuðir í það að hann kæmi í heiminn þegar Einar setti metið sem lifði á endanum í næstum því 28 ár. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Sjá meira