„Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur“: Forsetinn biðlar til ráðamanna að sýna á ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 07:19 Fyrirhugaðar breytingar á lögum um dómstóla eru eitt eldfimasta innanríkismálið í sögu Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur kallað eftir því að hætt verði við afar umdeildar breytingar á lögum um dómstóla. Tugþúsundir Ísraelsmanna flykktust út á götur í gær eftir að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu lét varnarmálaráðherrann fjúka vegna málsins. Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ísrael Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Ísrael Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira