„Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur“: Forsetinn biðlar til ráðamanna að sýna á ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 07:19 Fyrirhugaðar breytingar á lögum um dómstóla eru eitt eldfimasta innanríkismálið í sögu Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur kallað eftir því að hætt verði við afar umdeildar breytingar á lögum um dómstóla. Tugþúsundir Ísraelsmanna flykktust út á götur í gær eftir að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu lét varnarmálaráðherrann fjúka vegna málsins. Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ísrael Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Ísrael Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira