Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 08:19 Vínbúðir skulu lokaðar á sunnudögum og hátíðisdögum. Hópur þingmanna Framsóknarflokksins vill breyta því. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu. Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður. Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður.
Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira