Neitar því að axarárásin hafi verið tilraun til manndráps Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 08:01 Konan var að sækja börn sín í skólann þegar árásin átti sér stað. Dalskóli Rúmlega fimmtugur karlmaður viðurkenndi við fyrirtöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að hafa ráðist að barnsmóður sinni með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. Hann neitaði því hins vegar að árásin hafi verið tilraun til manndráps. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi vegna árásarinnar. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu fyrr í mánuðinum en maðurinn hefur sætt öryggisvistun síðan hann var handtekinn hinn 29. nóvember. Fram kemur í ákærunni að öxin hafi verið með tólf sentímetra löngu blaði. Hann hafi slegið konuna í höfuð, hent henni í jörðina og í framhaldinu átt í átökum við hana uns hún komst undan og leitaði skjóls inni í skólanum. Karlmaðurinn ógnaði þannig lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, að því er segir í ákæru. Konan hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, sár og mat á upphandlegg auk fleiri áverka. Gekkst við skemmdum á bíl Eins og fyrr segir gekkst hann við því að hafa veitt sambýliskonunni högg með öxi. Hann hafnaði því hins vegar að um ítrekuð högg hafi verið að ræða og neitaði því að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Manninum var einnig gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl konunnar með öxinni og gekkst hann við því við fyrirtöku málsins. Ákæruvaldið krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er gerð krafa um 4,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna. Því til viðbótar tvær milljónir vegna tjóns á bílnum. Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi vegna árásarinnar. Héraðssaksóknari gaf út ákæru í málinu fyrr í mánuðinum en maðurinn hefur sætt öryggisvistun síðan hann var handtekinn hinn 29. nóvember. Fram kemur í ákærunni að öxin hafi verið með tólf sentímetra löngu blaði. Hann hafi slegið konuna í höfuð, hent henni í jörðina og í framhaldinu átt í átökum við hana uns hún komst undan og leitaði skjóls inni í skólanum. Karlmaðurinn ógnaði þannig lífi, heilsu og velferð hennar á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt, að því er segir í ákæru. Konan hlaut opið sár á höfði, brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum, sár og mat á upphandlegg auk fleiri áverka. Gekkst við skemmdum á bíl Eins og fyrr segir gekkst hann við því að hafa veitt sambýliskonunni högg með öxi. Hann hafnaði því hins vegar að um ítrekuð högg hafi verið að ræða og neitaði því að um hafi verið að ræða tilraun til manndráps. Manninum var einnig gefið að sök að hafa unnið skemmdir á bíl konunnar með öxinni og gekkst hann við því við fyrirtöku málsins. Ákæruvaldið krefst þess að karlmaðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Til vara er þess krafist að hann sæti öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Þá er gerð krafa um 4,5 milljónir króna í miska- og skaðabætur fyrir konuna. Því til viðbótar tvær milljónir vegna tjóns á bílnum.
Lögreglumál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13 Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53 Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Sjá meira
Sló barnsmóður sína ítrekað með öxi á bílastæði grunnskóla Rúmlega fimmtugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi með því að hafa ráðist ítrekað að fyrrverandi sambýliskonu og barnsmóður með öxi á bílastæðinu við Dalskóla í Úlfarsárdal í nóvember. 6. mars 2023 13:13
Rannsókn á axarárásinni í Úlfarsárdal miðar vel Karlmaður sem réðst á fyrrverandi eiginkonu sína vopnaður öxi fyrir framan Dalskóla þann 30. nóvember sætir en gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar. 9. janúar 2023 16:53
Grunaður um tilraun til manndráps í nánu sambandi Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar ætlað stórfellt brot í nánu sambandi og ætlaða tilraun til manndráps frá 25. febrúar síðastliðnum. Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. 23. mars 2023 10:37