Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 12:33 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. landsbjörg Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í fyrradag. Aðstæður voru sagðar mjög hættulegar á vettvangi og er slysið í rannsókn. Í kjölfarið hafa skapast umræður um að slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í hádegisfréttum í gær að öryggi við Glym væri verulega ábótavant og að úrbóta sé þörf í víðu samhengi. Stjórnvöld þurfi að girða sig í brók og bæta öryggi vegfarenda. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.egill aðalsteinsson Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri tekur undir þetta. Skoða þurfi öryggismál víða. „Það þarf að bregðast við alls staðar þar sem fyrirséð er að öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu. Til dæmis á þessu svæði sem um ræðir þá er yfir vetrartímann fyrirséð að gönguleiðin upp að fossinum þarna austan megin við ána sé mjög varhugaverð. Það er drumbur sem liggur yfir ána, sem á að auðvelda fólki aðgengi, en er fjarlægður á haustin þannig það er ekki ætlast til að fólk sé þarna. Það er líka upplýsingaskilti við bílastæðið þar sem fólk er varað við því að fara þarna um vetrartímann. En það þarf að skoða þetta enn betur og reyna að koma í veg fyrir að fólk fari þarna yfir vetrartímann.“ Bregðast þurfi hratt við. „Og ég ætla að hóa saman öllum hlutaðeigandi aðilum sem koma að þessu máli. Bæði landeigendum, sveitarfélögum, björgunarfélaginu á Akranesi, lögreglunni á Vesturlandi og Landsbjörg. Ræða þetta sameiginlega og sjá hvað við þurfum að gera núna til að stuðla að auknu öryggi þarna á staðnum.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í fyrradag. Aðstæður voru sagðar mjög hættulegar á vettvangi og er slysið í rannsókn. Í kjölfarið hafa skapast umræður um að slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í hádegisfréttum í gær að öryggi við Glym væri verulega ábótavant og að úrbóta sé þörf í víðu samhengi. Stjórnvöld þurfi að girða sig í brók og bæta öryggi vegfarenda. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.egill aðalsteinsson Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri tekur undir þetta. Skoða þurfi öryggismál víða. „Það þarf að bregðast við alls staðar þar sem fyrirséð er að öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu. Til dæmis á þessu svæði sem um ræðir þá er yfir vetrartímann fyrirséð að gönguleiðin upp að fossinum þarna austan megin við ána sé mjög varhugaverð. Það er drumbur sem liggur yfir ána, sem á að auðvelda fólki aðgengi, en er fjarlægður á haustin þannig það er ekki ætlast til að fólk sé þarna. Það er líka upplýsingaskilti við bílastæðið þar sem fólk er varað við því að fara þarna um vetrartímann. En það þarf að skoða þetta enn betur og reyna að koma í veg fyrir að fólk fari þarna yfir vetrartímann.“ Bregðast þurfi hratt við. „Og ég ætla að hóa saman öllum hlutaðeigandi aðilum sem koma að þessu máli. Bæði landeigendum, sveitarfélögum, björgunarfélaginu á Akranesi, lögreglunni á Vesturlandi og Landsbjörg. Ræða þetta sameiginlega og sjá hvað við þurfum að gera núna til að stuðla að auknu öryggi þarna á staðnum.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði