Hvað svo? Um leikskólamál í Reykjavík Helgi Áss Grétarsson skrifar 24. mars 2023 07:01 Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. Þessi staða er sjálfsagt sárari í ljósi þess að Samfylkingin, með borgarstjóra í broddi fylkingar, lofaði því í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna vorið 2022 að öll börn 12 mánaða og eldri fengju pláss í leikskóla frá og með 1. september 2022. Í því samhengi verður einnig til þess að líta að Samfylkingin hefur lengi verið ráðandi flokkur í borgarstjórn en þrátt fyrir það hafa kosningaloforð flokksins í þessum efnum ítrekað verið svikin. Sem dæmi liggur fyrir að síðan haustið 2019 hefur meðalaldur barna sem í fyrsta skipti hefja inngöngu í borgarreknum leikskólum verið yfir 20 mánaða en fyrir kosningarnar 2014 lofaði Samfylkingin að öll börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri myndu fá leikskólavistun og fyrir kosningarnar 2018 lofaði sami flokkur að aldur barnanna sem fengju pláss á leikskóla í fyrsta skipti yrði frá 12 til 18 mánaða. Það eru þessi endurteknu svik við kjósendur sem gerir alla faglega umræðu um leikskólamál í Reykjavík erfiða. Hlúa þarf að mannauðnum í leikskólum Reykjavíkurborgar Af heildarfjölda starfsmanna borgarrekinna leikskóla hinn 1. október sl. voru 42,3% starfsmenn uppeldismenntaðir, þar af voru um 2/3 þeirra leikskólamenntaðir. Ófaglærðir starfsmenn eru því í meirihluta þeirra starfsmanna sem sinna börnum í borgarreknum leikskólum og það sama á við um sjálfstætt starfandi leikskóla. Eigi að síður er mikilvægi fagmenntunar starfsmanna á fyrsta skólastigi skólakerfisins óumdeilt og víða í leikskólum höfuðborgarinnar er unnið þróttmikið faglegt starf. Samt er viðvarandi mannekla á leikskólum höfuðborgarinnar. Það stafar aðallega af hlutfallslega lágum launum starfsmanna og miklu álagi. Einnig virðist það nokkuð algengt að starfsfólk í leikskóla sé frá vegna veikinda, sbr. t.d. svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. janúar sl., við fyrirspurn ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Af svarinu má draga þá ályktun að á einhverjum tímapunkti á tímabilinu janúar til nóvember 2022 hafi ríflega 13% fagmenntaðra starfsmanna borgarrekinna leikskóla Reykjavíkur verið frá vinnu vegna langtímaveikinda (103 starfsmenn af 771 sem voru í einhverju starfshlutfalli á tímabilinu). Það hlutfall verður að teljast hátt miðað við það sem gengur og gerist á vinnumarkaðnum. Þótt nokkuð hefur verið um að nýir leikskólar hafi hafið starfsemi í Reykjavík undanfarin ár þá hafa margir aðrir þurft að loka vegna slæms ástands mannvirkja, venjulega vegna myglu. Skortur á viðhaldi á skólabyggingum hefur því átt sinn þátt í að skapa erfiðar aðstæður fyrir starfsfólk í leikskólum borgarinnar. Heildarmyndin er því nokkuð skýr. Hlúa þarf vel að hagsmunum starfsfólks í leikskólum í Reykjavík. Slík stefnumótun á hins vegar ekki að útiloka að komið sé til móts við hagsmuni foreldra sem vilja dagvistunarúrræði fyrir börn sína að loknu fæðingarorlofi. Tillöguflutningur um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri Á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag var tekin til umfjöllunar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri. Grundvöllur þeirrar tillögu var m.a. byggður á því að umfang vandamála sem tengjast rekstri hins borgarrekna leikskólakerfis væru þess eðlis að bráðalausnir á fyrirliggjandi vanda barna og foreldra yrði ekki fundin þar. Tillagan var því reist á atriðum sem stóðu utan hins opinbera kerfis og gekk út á að efla dagforeldrakerfið, fjölga plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum, tryggja heimgreiðslur til foreldra og hefja undirbúning að nýstárlegu tilraunaverkefni svo að fimm ára börn í þeim hverfum þar sem staðan er verst geti hafið nám í grunnskóla. Svo sem við mátti búast fyrir fram var tillagan ekki samþykkt. Umræða um hana var hins vegar gagnleg. Kjarni málsins er einfaldur. Þegar kemur að dagvistunarúrræðum í Reykjavík vill Sjálfstæðisflokkurinn að gripið sé til fjölbreyttra úrræða. Þessi sýn á verkefnið byggir á því að fólk sé ólíkt og að aðstaða barna, foreldra og fjölskyldna sé margbreytileg. Heiðarleiki gagnvart kjósendum við að leysa þetta verkefni er einnig nauðsynlegur. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Helgi Áss Grétarsson Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. Þessi staða er sjálfsagt sárari í ljósi þess að Samfylkingin, með borgarstjóra í broddi fylkingar, lofaði því í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna vorið 2022 að öll börn 12 mánaða og eldri fengju pláss í leikskóla frá og með 1. september 2022. Í því samhengi verður einnig til þess að líta að Samfylkingin hefur lengi verið ráðandi flokkur í borgarstjórn en þrátt fyrir það hafa kosningaloforð flokksins í þessum efnum ítrekað verið svikin. Sem dæmi liggur fyrir að síðan haustið 2019 hefur meðalaldur barna sem í fyrsta skipti hefja inngöngu í borgarreknum leikskólum verið yfir 20 mánaða en fyrir kosningarnar 2014 lofaði Samfylkingin að öll börn sem náð hefðu 18 mánaða aldri myndu fá leikskólavistun og fyrir kosningarnar 2018 lofaði sami flokkur að aldur barnanna sem fengju pláss á leikskóla í fyrsta skipti yrði frá 12 til 18 mánaða. Það eru þessi endurteknu svik við kjósendur sem gerir alla faglega umræðu um leikskólamál í Reykjavík erfiða. Hlúa þarf að mannauðnum í leikskólum Reykjavíkurborgar Af heildarfjölda starfsmanna borgarrekinna leikskóla hinn 1. október sl. voru 42,3% starfsmenn uppeldismenntaðir, þar af voru um 2/3 þeirra leikskólamenntaðir. Ófaglærðir starfsmenn eru því í meirihluta þeirra starfsmanna sem sinna börnum í borgarreknum leikskólum og það sama á við um sjálfstætt starfandi leikskóla. Eigi að síður er mikilvægi fagmenntunar starfsmanna á fyrsta skólastigi skólakerfisins óumdeilt og víða í leikskólum höfuðborgarinnar er unnið þróttmikið faglegt starf. Samt er viðvarandi mannekla á leikskólum höfuðborgarinnar. Það stafar aðallega af hlutfallslega lágum launum starfsmanna og miklu álagi. Einnig virðist það nokkuð algengt að starfsfólk í leikskóla sé frá vegna veikinda, sbr. t.d. svar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 25. janúar sl., við fyrirspurn ráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Af svarinu má draga þá ályktun að á einhverjum tímapunkti á tímabilinu janúar til nóvember 2022 hafi ríflega 13% fagmenntaðra starfsmanna borgarrekinna leikskóla Reykjavíkur verið frá vinnu vegna langtímaveikinda (103 starfsmenn af 771 sem voru í einhverju starfshlutfalli á tímabilinu). Það hlutfall verður að teljast hátt miðað við það sem gengur og gerist á vinnumarkaðnum. Þótt nokkuð hefur verið um að nýir leikskólar hafi hafið starfsemi í Reykjavík undanfarin ár þá hafa margir aðrir þurft að loka vegna slæms ástands mannvirkja, venjulega vegna myglu. Skortur á viðhaldi á skólabyggingum hefur því átt sinn þátt í að skapa erfiðar aðstæður fyrir starfsfólk í leikskólum borgarinnar. Heildarmyndin er því nokkuð skýr. Hlúa þarf vel að hagsmunum starfsfólks í leikskólum í Reykjavík. Slík stefnumótun á hins vegar ekki að útiloka að komið sé til móts við hagsmuni foreldra sem vilja dagvistunarúrræði fyrir börn sína að loknu fæðingarorlofi. Tillöguflutningur um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri Á fundi borgarstjórnar sl. þriðjudag var tekin til umfjöllunar tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bráðaaðgerðir í málefnum barna á leikskólaaldri. Grundvöllur þeirrar tillögu var m.a. byggður á því að umfang vandamála sem tengjast rekstri hins borgarrekna leikskólakerfis væru þess eðlis að bráðalausnir á fyrirliggjandi vanda barna og foreldra yrði ekki fundin þar. Tillagan var því reist á atriðum sem stóðu utan hins opinbera kerfis og gekk út á að efla dagforeldrakerfið, fjölga plássum í sjálfstætt starfandi leikskólum, tryggja heimgreiðslur til foreldra og hefja undirbúning að nýstárlegu tilraunaverkefni svo að fimm ára börn í þeim hverfum þar sem staðan er verst geti hafið nám í grunnskóla. Svo sem við mátti búast fyrir fram var tillagan ekki samþykkt. Umræða um hana var hins vegar gagnleg. Kjarni málsins er einfaldur. Þegar kemur að dagvistunarúrræðum í Reykjavík vill Sjálfstæðisflokkurinn að gripið sé til fjölbreyttra úrræða. Þessi sýn á verkefnið byggir á því að fólk sé ólíkt og að aðstaða barna, foreldra og fjölskyldna sé margbreytileg. Heiðarleiki gagnvart kjósendum við að leysa þetta verkefni er einnig nauðsynlegur. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun