Selenskí þakklátur Íslandi Máni Snær Þorláksson skrifar 23. mars 2023 14:32 Forseti Úkraínu segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina sem hópmorð. Getty/Yan Dobronosov Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, segist vera þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina í Úkraínu á árunum 1932-1933 sem hópmorð. Alþingi samþykkti í morgun þingsályktunartillögu þess efnis. Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Hungursneyðin, sem nefnist Holodomor, varð á valdatíma Stalíns í sóvétríkjunum og dró milljónir úkraínumanna til dauða. Þar var svelti beitt markvisst til þess að bæla niður úkraínska þjóðarvitund, svæði voru jafnvel girt af svo sveltandi fólkið gat ekki flúið aðstæður sínar. Alþjóðasamfélagið hefur margoft fordæmt hungursneyðina en Rússar hafa alla tíð neitað að um hópmorð sé að ræða. „Ég er þakklátur Íslandi fyrir að viðurkenna hungursneyðina á árunum 1932-1933 sem hópmorð á úkraínsku þjóðinni, fyrir að heiðra minningu milljóna Úkraínumanna sem létust af völdum stjórnarinnar í Moskvu. Þetta er skýrt merki um að slíkir glæpir viðgangist ekki án refsingar,“ segir Zelensky í færslu sem hann birtir á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Þá þakkar Oleksii Rezniko, varnarmálaráðherra Úkraínu, Íslandi einnig fyrir stuðninginn á samfélagsmiðlinum. Grateful to Iceland for recognizing the Holodomor of 1932-1933 as genocide of the Ukrainian people, for honoring the memory of millions of Ukrainians killed by the Moscow regime. It is a clear signal that such crimes do not go unpunished and do not have a statute of limitations. https://t.co/NU3k9zCpsc— (@ZelenskyyUa) March 23, 2023 Forseti Úkraínu deilir færslu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra þar sem hún tilkynnir að Alþingi hafi samþykkt þingsályktunartillöguna í dag. Þórdís segir í færslunni frá ferð sinni til Kyiv í nóvember síðastliðnum en þá heimsótti hún minnisvarða um hungursneyðina. Minningardagur um hungursneyðina er haldinn fjórða laugardag nóvembersmánaðar á hverju ári. Þórdís Kolbrún tók til máls þegar verið var að greiða atkvæði um málið í morgun. Hún þakkaði flutningsmönnum tillögunar fyrir málið sem og utanríkismálanefnd fyrir sína vinnu. Þá sagði hún málið skipta raunverulegu máli fyrir úkraínsku þjóðina: „Við skulum leyfa okkur að vera dálítið glöð með að hafa frelsi til þess að samþykkja svona mál og greiða um það atkvæði. Mér þykir ótrúlega vænt um að um málið sé þverpólitískur stuðningur og ég veit að þetta er mál sem skiptir úkraínsku þjóðina raunverulegu máli, ekki í þykjustunni heldur raunverulega og sérstaklega núna. Þótt langt sé liðið frá þessum ömurlegu tímum þá eru þau að upplifa ömurlega tíma núna og það er hægt að setja það í samhengi. Þannig að viðurkenning á því frá sem flestum þjóðþingum, og okkar þar á meðal, er eitthvað sem skiptir manneskjur raunverulegu máli.“ Hrærð yfir samstöðunni Kosið var um þingsályktunartillagan í morgun og var hún samþykkt samhljóða. Á þriðja tug þingmanna úr öllum stjórnmálaflokkum voru meðflutningsmenn á málinu. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, lagði tillöguna fram en hún sagðist vera virkilega hrærð yfir samstöðu alþingismanna í málinu. „Taflan er alveg sérstaklega falleg á að líta í dag og ég er virkilega stolt af okkur alþingismönnum hvernig við höfum svarað ákalli Úkraínumanna, verið samstiga með að setja þetta mál í forgang og senda með því skýr skilaboð, skilaboð um hörmulega atburði í mannkynssögunni og að við höfnum tilraunum þjóða sem reyna endurskrifa og endurskilgreina söguna. Með því reynum við að vekja athygli á þessum atburðum og koma í veg fyrir að þeir endurtaki sig.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Sovétríkin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Rússland Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira