Deila vegna hundaleikfangs, viskís og hundaskíts ratar til Hæstaréttar Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2023 16:59 Flaska af Jack Daniels annars vegar og hið umdeilda hundaleikfang hins vegar. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að viskíflaskan er vinstra megin. AP/Jessica Gresko Hæstiréttur Bandaríkjanna tekur í dag fyrir mál Jack Daniels gegn framleiðendum hundaleikfangs sem lítur út eins og viskíflöskur. Lögmenn brugghússins segja hundaleikfangið tengja viskíið við hundaskít. Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda. Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hundaleikfangið kallast Bad Spaniels. Það lítur eins og flaska af Jack Daniels. Flaskan gefur frá sér hljóð þegar bitið er í hana og er einnig með miða sem líkir eftir miða á viskíflöskunum. Í miða Jack Daniels stendur „Old No. 7 brand Tennessee sour mash whiskey“ en á miða Bad Spaniels stendur: „The old No. 2 on your Tennessee Carpet“. Þar er verið að grínast með hundaskít á teppi. Á upprunalega miðanum stendur einnig „40% alcohol by volume“ en á miða Bad Spaniels stendur „43% Poo by vol.“ og „100% smelly“. Hundaleikfangið kostar um tuttugu dali og á því standi að varan tengist Jack Daniels brugghúsinu ekki á nokkurn hátt. Málið snýr að því hvort framleiðsla hundaleikfangsins brjóti gegn einkarétti Jack Daniels. Lögmaður fyrirtækisins segir forsvarsmenn þessa þykja vænt um hunda og hafi gaman að góðu gríni. Þeim þyki þó vænna um viðskiptavini sína og vilji ekki að þeir tengi viskíið við hundaskít, sem hundaleikfangið geri. Framleiðendur leikfangsins segja að um skemmtilega skopstælingu sé að ræða. Lægri dómstig Bandaríkjanna hafa úrskurðað gegn Jack Daniels, samkvæmt AP fréttaveitunni. Forsvarsmenn annarra fyrirtækja eins og Nike, Campbell Soup Company, Patagonia og Levi Strauss hafa lýst yfir stuðningi við Jack Daniels. Það hefur ríkisstjórn Joes Bidens gert einnig. Þegar þetta er skrifað eru málaferlin hafin. Samkvæmt frétt Reuters hafa Hæstaréttardómarar virst líklegir til að úrskurða í vil VIP Products, framleiðendum hundaleikfangsins. „Gæti nokkur skynsöm manneskja talið að Jack Daniels hafði samþykkt þessa notkun vörumerkisins?“ spurði Samuel Alito til að mynda.
Bandaríkin Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira