Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu.
Mia hvarf þann 6. febrúar á síðasta ári. Hún var stödd í miðborg Álaborgar á Jótlandi snemma þennan sunnudagsmorgun eftir að hafa verið úti að skemmta sér um nóttina. Á öryggismyndavélum mátti sjá hana ræða við menn í dökkum bíl um stutta stund áður en hún steig upp í bíl. Hún fannst nokkrum dögum síðar látin í Dronninglund Storskov.
Tveir menn voru handteknir stuttu eftir hvarfið en öðrum þeirra var síðar sleppt. Hinn hefur hins vegar verið í gæsluvarðhaldi síðan þá.
Hann hefur nú verið ákærður en hann segist vera saklaus. Hvorki lögreglan né saksóknarar í Danmörku hafa viljað tjá sig um málið.