Kílómetragjald komi í stað eldsneytisskatta Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2023 14:06 Runólfur Ólafsson er framkvæmdastjóri FÍB. Vísir/Arnar Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hefur lagt til að kílómetragjald komi í stað núverandi skattlagningar á eldsneyti ökutækja. Með því fyrirkomulagi sé hægt að tryggja að rafmagnsbílar borgi fyrir afnot af vegakerfinu. Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Þessi tillaga FÍB var kynnt í dag á kynningarfundi en vonast er eftir því að kílómetragjaldið geri ríkinu kleift að hætta við áform um innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda. Félagið vill að gjaldið sem bíleigendur greiða fari eftir losun koltvísýrings og þyngd viðkomandi bíls, líkt og bifreiðagjöld. Þannig endurspegli gjaldið áhrif bílsins á umhverfið. Formúlan sem yrði notuð byggist á veginni meðallosun koltvísýrings (CO2) allra ökutækja á Íslandi, sem er 152,2 grömm á kílómetrann, og veiginni heildarþyngd allra ökutækja sem er 2.870 kílógrömm. Með þessum forsendum og ákveðnum margföldunarstuðlum sé kílómetragjaldið sanngjarnt. Útreikningurinn yrði þá þannig að koltvísýringslosun bíls yrði deilt með veginni meðallosun og útkoman margfölduð með sex. Sama yrði gert með þyngd bílsins og sú tala margfölduð með fimm. Hér fyrir neðan má sjá sýnisdæmi sem FÍB setti upp en í dæmið var Ford Focus 2021 bensínbíll notaður. Yrði þessum Ford Focus ekið tíu þúsund kílómetra á ári yrði kílómetragjaldið 88 þúsund krónur á ári eða rúmlega sjö þúsund krónur á mánuði. Vilja samtökin að bifreiðagjöld, vörugjöld á bensíni, kolefnisgjald, olíugjald af dísilolíu og virðisaukaskattur verði felld inn í kílómetragjaldið. Á móti sé hægt að lækka verð á bensíni og dísilolíu. „Uppi eru áform um tugmilljarða króna nauðsynlegar nýframkvæmdir í vegakerfinu víða um land á næstu árum. FÍB telur að fjármögnun þessara framkvæmda geti að mestu farið fram gegnum kílómetragjaldið og komið í stað hugmynda um afar kostnaðarsama innheimtu vegatolla og jarðgangagjalda,“ segir í tilkynningu frá FÍB. Gjaldið yrði innheimt við áætlun eða álestur, svipað og fyrir rafmagn og hita. Eigendum bíla verði boðið að gera áætlun sem yrði leiðrétt við álestur. Álesturinn sjálfur gæti farið fram við árlega skoðun, verkstæðum, við kaup og sölu og fleira. Tengd skjöl FÍB_-_kynning_á_tillögu_um_kílómetragjald__21PDF3.3MBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Loftslagsmál Vegagerð Bensín og olía Skattar og tollar Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira