Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. mars 2023 13:34 Af landsfundinum í gær. Jana Salóme er lengst til vinstri. Mynd/VG Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, flutti ávarp þegar fundurinn hófst í gærkvöldi. Hún stappaði stálinu í félagsmenn en fundurinn fer fram í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna vegna óánægju með afgreiðslu útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Kallað var úr sal í miðri ræðu Katrínar, þar sem hún var sökuð um lygar, en sá reyndist ekki vera meðlimur hreyfingarinnar. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, er fundarstjóri og sækist einnig eftir embætti ritara hreyfingarinnar en hún segir stemninguna þrátt fyrir allt góða. „Ég met það svo að hér séu allir komnir til þess að vinna úr stefnumálum og að betri framtíð,“ segir Jana en aðspurð um hvort úrsagnirnar hafa áhrif segir hún: „Við sjáum auðvitað á eftir góðum félögum en hver verður að fylgja sinni sannfæringu og við virðum það, en í VG hefur alltaf verið talað opinskátt og allar raddir fá að heyrast og það hefur ekkert breyst núna.“ Vikið var að útlendingafrumvarpinu, ásamt öðrum málum, í almennum stjórnmálaumræðum í gærkvöldi þar sem fólk hafði ýmislegt að segja. Áfram sé fólk í flokknum sem sé að einhverju leyti ósátt. „Það er held ég bara eðlilegt, við erum partur af fjölbreyttri hreyfingu og við erum ekki alltaf öll sammála um allt,“ segir Jana. Orkustefna tekin upp í fyrsta sinn Stefnur flokksins voru kynntar nú í hádeginu og verða afgreiddar síðar í dag en þar er eitthvað um nýjar stefnur. „Við erum að taka upp orkustefnu í fyrsta skipti sem er mjög spennandi af því að við viljum afla orku á sjálfbæran hátt. Síðan erum við einnig með stefnu um málefni fatlaðs fólks sem kemur auðvitað beint inn á lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og inngildingu í samfélagið,“ segir Jana. „Ég held að það séu svona þær tvær stefnur sem eru nýbreytni hjá okkur og tala sterkt inn í málefni núverandi stundar,“ segir hún enn fremur. Áfram sé byggt að fjórum grunnstoðum flokksins, um umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, alþjóðlegt friðarríki og kvenfrelsi. „Það hefur ekkert breyst. Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar, allir kjörnir fulltrúar, vinna daglega að þeim stefnumálum sem við mörkum okkur á landsfundi, sem er auðvitað æðsta vald hreyfingarinnar,“ segir Jana. Nýr ritari og nýr gjaldkeri taka sæti í stjórn Landsfundurinn hófst líkt og áður segir í gær en honum lýkur á morgun. Meðal dagskráliða í dag eru ávörp frá fundargestum og pallborð um erindi félagshyggju á ófriðartímum, sem hófst klukkan 13:30 og er streymt í beinni. Um klukkan þrjú fer fram kosning til stjórnar en Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru ein í framboði til formanns og varaformanns þar sem ekkert mótframboð barst. Nýr ritari verður þó kjörinn, þar sem núverandi ritari flokksins, Sóley Björk Stefánsdóttir, sækist ekki eftir endurkjöri. Þá verður nýr gjaldkeri kjörinn í stað Rúnars Gíslasonar sem sækist heldur ekki eftir endurkjöri. Jana Salóme er önnur þeirra sem sækist eftir stöðu ritara en Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum, sækist einnig eftir embættinu. Tvö framboð bárust einnig í embætti gjaldkera, það eru Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri. Þrettán gefa kost á sér í stöðu meðstjórnanda, þau Andrés Skúlason, Álfheiður Ingadóttir, Einar Bergmundur, Elín Björk Jónasdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hólmfríður Árnadóttir, Klara Mist Pálsdóttir, Maarit Kaipainen, Maria Maack, Ólafur Kjartansson, Óli Halldórsson og Pétur Heimisson Á morgun verður þá kosnir fjörutíu fulltrúar og tíu varamenn í flokksráð en framboðsfrestur rennur út síðdegis. Vinstri græn Akureyri Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. 17. mars 2023 14:06 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, flutti ávarp þegar fundurinn hófst í gærkvöldi. Hún stappaði stálinu í félagsmenn en fundurinn fer fram í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna vegna óánægju með afgreiðslu útlendingafrumvarps dómsmálaráðherra í vikunni. Kallað var úr sal í miðri ræðu Katrínar, þar sem hún var sökuð um lygar, en sá reyndist ekki vera meðlimur hreyfingarinnar. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi VG á Akureyri, er fundarstjóri og sækist einnig eftir embætti ritara hreyfingarinnar en hún segir stemninguna þrátt fyrir allt góða. „Ég met það svo að hér séu allir komnir til þess að vinna úr stefnumálum og að betri framtíð,“ segir Jana en aðspurð um hvort úrsagnirnar hafa áhrif segir hún: „Við sjáum auðvitað á eftir góðum félögum en hver verður að fylgja sinni sannfæringu og við virðum það, en í VG hefur alltaf verið talað opinskátt og allar raddir fá að heyrast og það hefur ekkert breyst núna.“ Vikið var að útlendingafrumvarpinu, ásamt öðrum málum, í almennum stjórnmálaumræðum í gærkvöldi þar sem fólk hafði ýmislegt að segja. Áfram sé fólk í flokknum sem sé að einhverju leyti ósátt. „Það er held ég bara eðlilegt, við erum partur af fjölbreyttri hreyfingu og við erum ekki alltaf öll sammála um allt,“ segir Jana. Orkustefna tekin upp í fyrsta sinn Stefnur flokksins voru kynntar nú í hádeginu og verða afgreiddar síðar í dag en þar er eitthvað um nýjar stefnur. „Við erum að taka upp orkustefnu í fyrsta skipti sem er mjög spennandi af því að við viljum afla orku á sjálfbæran hátt. Síðan erum við einnig með stefnu um málefni fatlaðs fólks sem kemur auðvitað beint inn á lögfestingu sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og inngildingu í samfélagið,“ segir Jana. „Ég held að það séu svona þær tvær stefnur sem eru nýbreytni hjá okkur og tala sterkt inn í málefni núverandi stundar,“ segir hún enn fremur. Áfram sé byggt að fjórum grunnstoðum flokksins, um umhverfisvernd, félagslegt réttlæti, alþjóðlegt friðarríki og kvenfrelsi. „Það hefur ekkert breyst. Þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar, allir kjörnir fulltrúar, vinna daglega að þeim stefnumálum sem við mörkum okkur á landsfundi, sem er auðvitað æðsta vald hreyfingarinnar,“ segir Jana. Nýr ritari og nýr gjaldkeri taka sæti í stjórn Landsfundurinn hófst líkt og áður segir í gær en honum lýkur á morgun. Meðal dagskráliða í dag eru ávörp frá fundargestum og pallborð um erindi félagshyggju á ófriðartímum, sem hófst klukkan 13:30 og er streymt í beinni. Um klukkan þrjú fer fram kosning til stjórnar en Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson eru ein í framboði til formanns og varaformanns þar sem ekkert mótframboð barst. Nýr ritari verður þó kjörinn, þar sem núverandi ritari flokksins, Sóley Björk Stefánsdóttir, sækist ekki eftir endurkjöri. Þá verður nýr gjaldkeri kjörinn í stað Rúnars Gíslasonar sem sækist heldur ekki eftir endurkjöri. Jana Salóme er önnur þeirra sem sækist eftir stöðu ritara en Sigríður Gísladóttir, dýralæknir og formaður Vinstri grænna á Vestfjörðum, sækist einnig eftir embættinu. Tvö framboð bárust einnig í embætti gjaldkera, það eru Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og athafnastjóri. Þrettán gefa kost á sér í stöðu meðstjórnanda, þau Andrés Skúlason, Álfheiður Ingadóttir, Einar Bergmundur, Elín Björk Jónasdóttir, Guðný Hildur Magnúsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Hólmfríður Árnadóttir, Klara Mist Pálsdóttir, Maarit Kaipainen, Maria Maack, Ólafur Kjartansson, Óli Halldórsson og Pétur Heimisson Á morgun verður þá kosnir fjörutíu fulltrúar og tíu varamenn í flokksráð en framboðsfrestur rennur út síðdegis.
Vinstri græn Akureyri Umhverfismál Orkumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25 Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. 17. mars 2023 14:06 „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Greip fram í fyrir Katrínu: „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar“ Einn viðstaddra á landsfundi Vinstri grænna, sem settur var á Akureyri í dag, var ekki sáttur með ávarp formanns VG og forsætisráðherra. „Ég get ekki hlustað á þessar helvítis lygar,“ sagði maðurinn og bætti við að Katrín Jakobsdóttir ætti að skammast sín. Maðurinn er þó ekki félagi í Vinstri grænum. 17. mars 2023 18:25
Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. 17. mars 2023 14:06
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54