Þarf að segja eitthvað meira? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar 17. mars 2023 10:01 Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. En til hvers er stjórnarskráin? „Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið.“ Samt hefur það ítrekað gerst á undanförnum árum að gengið hefur verið á mannréttindi fólks. Ráðherrar hafa ítrekað verið fundnir sekir um brot á jafnréttislögum og pólitískt skipaðir dómarar hafa valdið því að heilt nýtt dómstig hefur verið í uppnámi í mörg ár. Hvernig getur það gerst? Jú, því ráðherrar og þingmenn eru fólk og ekkert okkar er fullkomið. Það er hvorki ásökun, né afsökun; heldur einfaldlega staðreynd. Staðreynd sem ætti að hvetja okkur til þess að gera betur í dag en í gær. Við verðum því að spyrja okkur þeirrar stóru spurningar: erum við að gera það þegar Alþingi samþykkti útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra? Tókum við skref áfram – eða aftur á bak? Drögum andann djúpt og lítum inn á við. Erum við að gera betur með því að takmarka möguleika fólks til þess að færa rök fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum? Með því að svipta fólk grunnþjónustu og lífsviðurværi fyrir að mæta ekki í boðað viðtal? Með því að leyfa stjórnvöldum að kalla eftir heilbrigðisupplýsingum einstaklinga án þeirra samþykkis? Munum við á morgun enn vera jöfn fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis eða litarháttar, verði þetta frumvarp að lögum? Það er ekki víst ef marka má umsagnir aðila á borð við Barnaheill, Landlækni, Hafnafjarðarbæ, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélagið, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Presta innflytjenda og flóttafólks, Samtökin '78, Rauða krossins á Íslandi og UNICEF – aðila sem við tökum alla jafna mark á. Aðila sem við hlustum á. Samtök sem hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telur rétt að hlusta á – að minnsta kosti þegar hún er í stjórnarandstöðu. Undanfarna daga, vikur, mánuði og ár höfum við Píratar ítrekað bent meirihlutanum á allar neikvæðu umsagnirnar þar sem fram koma athugasemdir eins og þessi, úr umsögn Rauða krossins á Íslandi: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt…“ Eða þessi, úr umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Vegna þessara athugasemda, og fjölmargra annarra, hafa Píratar biðlað til meirihlutans á Alþingi. Til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna, að útskýra mál sitt í ræðustól Alþingis. Að útskýra hvers vegna þau vilja að við samþykkjum frumvarp sem lög í þessu landi sem gengur svona á réttindi fólks? Hvers vegna er það ómálefnalegt að leggja til að málið verði sent aftur inn í nefnd til frekari skoðunar? Af hverju segið þið þvert nei þegar við biðjum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá? Við kölluðum ítrekað eftir því að ráðherrar mættu í umræðuna – ráðherrar mannréttinda, ráðherra barna og ráðherra félagsmála. En þau mættu ekki. Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu – sem vilja svo ólm samþykkja þetta frumvarp að það var sett efst á dagskrá allra þingfunda þessa árs – en þau mættu ekki. Þau einsettu sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðalaust. Og þau gerðu það. Við þingmenn Pírata – hreyfingar sem stofnuð var til að standa vörð um borgaraleg réttindi – reyndum eftir fremsta megni að ná eyrum meirihlutans, án árangurs. Á annan tug óháðra aðila gagnrýndi frumvarpið með formlegum og málefnalegum hætti og lagði til breytingar á frumvarpinu. Án árangurs. Þarf að segja eitthvað meira? Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Píratar Mannréttindi Alþingi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Við vitum öll hversu mikilvæg mannréttindi eru. Ekki nokkurt okkar myndi vilja skerða eigin mannréttindi, eða ganga gegn jafnrétti. Við viljum öll geta leitað réttar okkar fyrir óvilhöllum dómstólum, því: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda, án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.“ – svo ég vitni í sjálfa Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. En til hvers er stjórnarskráin? „Stjórnarskrá hefur að geyma helstu meginreglur um stjórnskipulag ríkis. Þar er að jafnaði að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli, auk ákvæða um ýmis grundvallarréttindi borgaranna í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur sem lagðar eru við því að á þessi réttindi sé gengið.“ Samt hefur það ítrekað gerst á undanförnum árum að gengið hefur verið á mannréttindi fólks. Ráðherrar hafa ítrekað verið fundnir sekir um brot á jafnréttislögum og pólitískt skipaðir dómarar hafa valdið því að heilt nýtt dómstig hefur verið í uppnámi í mörg ár. Hvernig getur það gerst? Jú, því ráðherrar og þingmenn eru fólk og ekkert okkar er fullkomið. Það er hvorki ásökun, né afsökun; heldur einfaldlega staðreynd. Staðreynd sem ætti að hvetja okkur til þess að gera betur í dag en í gær. Við verðum því að spyrja okkur þeirrar stóru spurningar: erum við að gera það þegar Alþingi samþykkti útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra? Tókum við skref áfram – eða aftur á bak? Drögum andann djúpt og lítum inn á við. Erum við að gera betur með því að takmarka möguleika fólks til þess að færa rök fyrir máli sínu gagnvart stjórnvöldum? Með því að svipta fólk grunnþjónustu og lífsviðurværi fyrir að mæta ekki í boðað viðtal? Með því að leyfa stjórnvöldum að kalla eftir heilbrigðisupplýsingum einstaklinga án þeirra samþykkis? Munum við á morgun enn vera jöfn fyrir lögunum og njóta mannréttinda án tillits til þjóðernis eða litarháttar, verði þetta frumvarp að lögum? Það er ekki víst ef marka má umsagnir aðila á borð við Barnaheill, Landlækni, Hafnafjarðarbæ, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Þroskahjálp, Læknafélagið, Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Mannréttindastofnun Háskóla Íslands, Presta innflytjenda og flóttafólks, Samtökin '78, Rauða krossins á Íslandi og UNICEF – aðila sem við tökum alla jafna mark á. Aðila sem við hlustum á. Samtök sem hæstvirtur forsætisráðherra Íslands telur rétt að hlusta á – að minnsta kosti þegar hún er í stjórnarandstöðu. Undanfarna daga, vikur, mánuði og ár höfum við Píratar ítrekað bent meirihlutanum á allar neikvæðu umsagnirnar þar sem fram koma athugasemdir eins og þessi, úr umsögn Rauða krossins á Íslandi: „Er hér raunar lagt til að börn missi rétt til efnismeðferðar ef foreldrar þess eða umsjónarmenn teljast vera valdir að töfum. Hingað til hafa börn verið talin eiga sjálfstæðan rétt…“ Eða þessi, úr umsögn Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands: „Hvorki virðist vísað til ákvæða stjórnarskrár né mannréttindasáttmála Evrópu í athugasemdunum. Verður að telja þetta afar óheppilegt. Efni frumvarpsins varðar með augljósum hætti mannréttindi umsækjenda um alþjóðlega vernd.“ Vegna þessara athugasemda, og fjölmargra annarra, hafa Píratar biðlað til meirihlutans á Alþingi. Til þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna, að útskýra mál sitt í ræðustól Alþingis. Að útskýra hvers vegna þau vilja að við samþykkjum frumvarp sem lög í þessu landi sem gengur svona á réttindi fólks? Hvers vegna er það ómálefnalegt að leggja til að málið verði sent aftur inn í nefnd til frekari skoðunar? Af hverju segið þið þvert nei þegar við biðjum um óháð mat á því hvort frumvarpið standist stjórnarskrá? Við kölluðum ítrekað eftir því að ráðherrar mættu í umræðuna – ráðherrar mannréttinda, ráðherra barna og ráðherra félagsmála. En þau mættu ekki. Við kölluðum eftir því að stjórnarliðar mættu – sem vilja svo ólm samþykkja þetta frumvarp að það var sett efst á dagskrá allra þingfunda þessa árs – en þau mættu ekki. Þau einsettu sér að samþykkja þessa aðför að mannréttindum þegjandi og hljóðalaust. Og þau gerðu það. Við þingmenn Pírata – hreyfingar sem stofnuð var til að standa vörð um borgaraleg réttindi – reyndum eftir fremsta megni að ná eyrum meirihlutans, án árangurs. Á annan tug óháðra aðila gagnrýndi frumvarpið með formlegum og málefnalegum hætti og lagði til breytingar á frumvarpinu. Án árangurs. Þarf að segja eitthvað meira? Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun