„Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. mars 2023 19:04 Sigurður Bragason mun hafa farið yfir strikið í samskiptum sínum við Valskonur eftir stórleikinn ÍBV og Vals. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sigurður Bragason, þjálfari kvennaliðs ÍBV í handbolta, segir síðustu vikur hafa verið erfiðar eftir að hann var dæmdur í bann eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Sigurður var dæmdur í bann af HSÍ á dögunum vegna atviks sem átti sér stað eftir leik liðsins gegn Val í Olís-deild kvenna. Hann var sakaður um ósæmilega hegðun í garð starfsmanns Vals en var ekki dæmdur í bann fyrir það, heldur fyrir það hvernig hann brást við gagnrýni leikmanna liðsins. „Ég ætla ekki að fara að gera mig að einhverjum píslavætti eða eitthvað svoleiðis, en þetta hefur bara verið erfitt, þungt og vont,“ sagði Sigurður í Sportpakkanum í kvöld. „Ástæða þess að ég vil koma fram er að mér hefur bæði verið ráðlagt að halda mig svolítið fyrir utan þetta og það sé hættulegt að fara inn í samfélagsmiðlatal og eitthvað svona. En nú finnst mér þetta komið út í það að mér finnst ég verða aðeins að svara.“ „Það eru komnar þannig líkingar á mig að þetta er bara farið að há mér og fjölskyldunni þannig að ég vil aðeins fá að segja mína hlið á þessu og bara útskýra hluti.“ Klippa: Sigurður Bragason „Bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt“ Þá segir Sigurður að hann hafi hringt í viðkomandi aðila eftir atvikið og beðist afsökunar á hegðun sinni. „Mín hlið á þessu máli er að ég vinn með kvennfólk og er búinn að vera að vinna með kvennfólk núna í fimm ár sem íþróttakennari. Ég þarf að vanda mig og allt svoleiðis og ég hef ákveðnar agareglur og vinnureglur. En ég þarf stundum að taka utan um þær og ég þarf stundum að hugga og stundum að hrista þær til og annað. Þannig að það er snerting í þessu, það er alveg þannig, en ég hef passað mig.“ „Þegar maður er kominn með einhverjar líkingar við einhverja kynferðisbrotamenn einhversstaðar þá verð ég aðeins að stoppa. Þegar maður svo skítur í heyið og maður hefur óvart gert hluti, þá er bara lágmark að maður biðji afsökunar, sem að ég gerði í þessu tilfelli.“ „Ég hafði samband við viðkomandi aðila, þennan liðsstjóra. Ég bað hana afsökunar á þessu og mér þykir bara ömurlegt hvernig hún upplifði þetta, en ég virði það hundrað prósent. Ég heyri líka í umræddum leikmanni strax eftir það símtal. Þær eru nú mæðgur og ég fékk leyfi hjá móðurinni að tala við hana af því ég sagði henni að fokka sér. Það er bara barnalegt og asnalegt og bara ljótt,“ sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Tengdar fréttir Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23 ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30 Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00 Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Framkonur fordæma viðbragðsleysi við ósæmilegri hegðun Leikmenn kvennaliðs Fram í handbolta hafa sent frá sér yfirlýsingu til stuðnings þolenda kynbundinnar áreitni og ofbeldis, og fordæma það sem þær telja vera viðbragðsleysi handboltahreyfingarinnar við ósæmilegri hegðun og brotum. 15. mars 2023 15:23
ÍBV sagði um vinalegt klapp við mjaðmakúlu að ræða Í greinargerð ÍBV vegna máls Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs félagsins í handbolta, sem sakaður var um að slá kvenkyns starfsmann Vals tvívegis í rassinn, segir að Sigurður hafi í raun klappað með vinalegum hætti í mjöðm starfsmannsins. 8. mars 2023 11:30
Sigurður í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar gagnvart Valskonum Aga- og úrskurðarnefnd HSÍ hefur úrskurðað Sigurð Bragason, þjálfara toppliðs ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, í tveggja leikja bann vegna óviðeigandi hegðunar hans eftir toppslaginn gegn Val fyrir rúmri viku. 7. mars 2023 20:00
Sakaður um að slá á afturenda starfsmanns Vals og segja leikmanni að „fokka sér“ Mál Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, er nú á borði aganefndar HSÍ en hann fékk rautt spjald í leik gegn Val um síðustu helgi og er sakaður um „ósæmilega hegðun“ eftir leik. 3. mars 2023 07:31