Eftir atvikið þurfti að lenda drónanum í sjónum, um þrjátíu sjómílur frá ströndum Úkraínu.
Dróninn var af gerðinni MQ-9 Reaper en Bandaríkjamenn segja honum hafa verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi.
Rússar segjast ætla að reyna að sækja drónann, þar sem hann brotlenti, en hann er líklega á miklu dýpi og það gæti reynst Rússum erfitt.
Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hringdi í Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í gær og tilkynnti honum að Bandaríkjamenn myndu ekki hætta að fljúga um þetta svæði, né önnur þar sem það væri ekki ólöglegt.
Sjá einnig: Rússar sagðir komnir á staðinn þar sem dróninn brotlenti
Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt rússnesku flugmennina harðlega og segja framferði þeirra hafa verið hættulegt og ófagmannlegt.
Rússar hafa haldið því fram að dróninn hefði brotlent vegna þess að flugmaður hans hefði misst stjórn á honum.
VIDEO: Two #Russian Su-27s conducted an unsafe & unprofessional intercept w/a @usairforce intelligence, surveillance & reconnaissance unmanned MQ-9 operating w/i international airspace over the #BlackSea March 14. https://t.co/gMbKYNtIeQ @HQUSAFEAFAF @DeptofDefense @NATO pic.twitter.com/LB3BzqkBpY
— U.S. European Command (@US_EUCOM) March 16, 2023