Rússar ætla að sækja drónann í Svartahaf Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 15:00 Dróni af gerðinni MQ-9 Reaper. EPA/Yfirliðþjálfinn Paul Holcomb Rússar ætla að reyna að sækja brak bandaríska drónans sem brotlenti í Svartahafi í gær. Bandaríkjamenn segja drónann hafa lent í hafinu eftir að rússneskri herþotu hafi verið flogið utan í hann. Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira
Fjölmiðlar í Rússlandi hafa eftir Nikolai Patrushev, embættismanni úr þjóðaröryggisráði Rússlands, að það komi ekki annað til greina en að reyna að ná brakinu. Óljóst sé hvort það sé hægt en þeir verði að reyna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Patrushev að atvikið með drónann sanni að Bandaríkjamenn hafi beina aðkomu að stríðinu í Úkraínu. Frá Washington má heyra að drónanum, sem var af gerðinni MQ-9 Reaper, hafi verið flogið í hefðbundnu eftirlitsflugi yfir alþjóðlegu hafsvæði yfir Svartahafi. Bandaríkjamenn segja að rússneskir flugmenn á tveimur SU-27 orrustuþotum hafi flogið í kringum drónann og þar að auki skvett eldsneyti á hann. Þeir segja einnig að Rússarnir hafi flogið í kringum drónann í allt að fjörutíu mínútur þegar ein orrustuþotan rakst utan í hann. Við það hafi þurft að lenda drónanum á alþjóðlegu hafsvæði í Svartahafi. Bandaríkjamenn telja líklegt að orrustuþotan hafi skemmst en segja að flugmanni hennar hafi tekist að lenda henni. Dróninn er sagður hafa lent í sjónum suðaustur af hinni frægu Snákaeyju, um þrjátíu sjómílur frá strönd Úkraínu. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, tjáði sig um atvikið í dag. Hann sagði meðal annars að hegðun rússnesku flugmannanna hefði verið „hættuleg“. Hann sagði einnig að Bandaríkin myndu áfram fljúga í alþjóðlegri lofthelgi og annarsstaðar þar sem það væri löglegt. Rússar halda því aftur á móti fram að drónanum hafi verið flogið inn á lokað svæði nærri landamærum Rússlands. Þá segja þeir að dróninn hafi lent í hafinu eftir að flugmaður hans hafi misst stjórn á honum. Sjá einnig: Sendiherra Rússa í Bandaríkjunum kallar uppákomuna „ögrun“ AP fréttaveitan segir Bandaríkjamenn vera að íhuga að hvort birta eigi myndefni úr drónanum sem sýnir atvikið. Reaper-dróninn er um ellefu metra langur, fjögurra metra hár og rúm tvö tonn að þyngd. Hægt er að fljúga honum í allt að fimmtíu þúsund feta hæð og um 2.500 kílómetra. Hann getur borið allt að átta eldflaugar og ber einnig margskonar skynjara.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Fréttir af flugi Hernaður Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Sjá meira