„Ég veit að hún Harpa mín veit þetta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2023 12:01 Harpa Valey Gylfadóttir í leik með Eyjaliðinu. Vísir/Hulda Margrét Harpa Valey Gylfadóttir var hetja Eyjakvenna í leiknum mikilvæga á móti Val á dögunum þegar hún skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok en Seinni bylgjan hefur áhyggjur af því hvað hún nýtir illa færin sín úr uppsettum sóknum. „Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira
„Harpa er búin að vera að glíma við meiðsli og er að koma til baka. Hún spilaði allan leikinn á móti Val og var flott í þessum leik,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar í umfjöllun um sigur ÍBV á Haukum á Ásvöllum. Svava Kristín benti þá á þá staðreynd að öll þrjú mörk Hörpu í Haukaleiknum voru úr hraðaupphlaupum og hún klikkaði á öllum þremur skotum sínum í uppsettum leik. „Af hverju skorar hún bara úr hraðaupphlaupum? Ég veit að hún Harpa mín veit þetta. Hún getur ekki skorað úr dauðafærum í venjulegum sóknarleik,“ sagði Svava Kristín. „Ég held að hún geti það alveg en ég held að þetta sé bara aðeins farið að leggjast á sálina hjá henni. Hún er ekki hornamaður að upplagi að það kannski spilar aðeins inn í. Hennar styrkleiki er að hún er frábær varnarmaður og frábær hraðaupphlaupsmanneskja,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hún á ennþá bara inni,“ sagði Árni Stefán. „Hún verður bara að fara að laga þetta. Þetta er búið að vera í allan vetur. Hún var ágæt í fyrra í þessu, þá var hún að eiga sitt fyrsta alvöru tímabil og kom svolítið á óvart,“ sagði Einar Jónsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Nú er ég að segja þetta til þess að reyna að hjálpa henni. Hún er allt of einfaldur skotmaður. Þetta er alltaf á fyrsta tempói, hoppað og neglt. Þetta er rosalega mikið í þægilegri hæð fyrir markmennina. Þetta er rosaleg íþróttastelpa, hún getur hoppað hátt og beðið. Hún á að bíða miklu lengur og vera miklu afslappaðri,“ sagði Einar. Það má heyra umfjöllunina um vinstri hornamann toppliðsins og fleiri ráð hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Harpa Valey og hornaskotin
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Sjá meira