Umfangsmikil leit að skotmanninum: „Ljóst að um hættulegan einstakling er að ræða“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 13. mars 2023 10:09 Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Vísir/Vilhelm Umfangsmikil leit stendur yfir að byssumanni sem hleypti af skoti á skemmtistaðnum Dubliner í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn vill ekki gefa upp hvort þau gruni um hvern sé að ræða, en segir háttsemi mannsins benda til þess að þarna sé hættulegur einstaklingur á ferð. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því. Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir atburðarrásina hafa verið á þá leið að upp úr klukkan 19 í gærkvöldi hafi maður komið inn á Dubliner, átt þar einhver orðaskipti, áður en hann hleypti af einu skoti og stakk því næst af frá vettvangi. Í nágrenninu fannst byssa sem allt bendir til að sé sú sem var notuð við verknaðinn en lögregla vinnur nú að því að staðfesta það. Grímur vill ekki staðfesta hvort um haglabyssu sé að ræða. Almenn lögregla vopnaðist Sérsveit ríkislögreglustjóra mætti á staðinn en að sögn Gríms vopnuðust almennir lögreglumenn á þremur bílum einnig vegna ástandsins sem skapaðist. Aðspurður um hvort atvikið hafi náðst á öryggismyndavélar segir Grímur það vera í skoðun, rannsóknardeild fari nú yfir upptökur innan af staðnum sem og úr nágreninu. Grímur segir að umfangsmikil leit standi yfir að manninum og reynt sé með öllum tiltækum ráðum að hafa uppi á honum. Hann vill ekki gefa neitt upp um hvort lögreglu gruni um hvern sé að ræða. Kanna hvort tengsl séu við Bankastræti Club hnífaárásina Aðspurður um hvort lögregla telji að málið tengist árásinni á Bankastræti Club í fyrra segir Grímur það í skoðun, en það sé þó ekkert sem bendi sérstaklega til þess. Þá segir Grímur ljóst að af háttsemi mannsins að ræða sé augjóst að þarna fari hættulegur einstaklingur og nauðsynlegt sé að fara með öllu með gát. Við teljum að það sé veruleg hætta á ferðum þegar menn hleypa af skoti á almannafæri, eða við svona aðstæður. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og leggjum mikla áherslu á að finna viðkomandi. Fréttir hafa borist af því að tveir hafi leitað á slysadeild en Grímur segir að ekki sé um neina alvarlega áverka að ræða heldur hafi þeir tengst hávaðanum í kjölfar skotsins. Þó hafi þau sem urðu vitni að atburðunum augljóslega orðið fyrir áfalli. Grímur hefur ekki upplýsingar um hvort boðið hafi verið upp á áfallahjálp en segist gera ráð fyrir því.
Byssuskot á The Dubliner Lögreglumál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Skotið úr byssu inn á Dubliners í miðborg Reykjavíkur Rétt upp úr kl. 19.00 í kvöld fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður hefði komið inn á The Dubliner við Naustina í miðborg Reykjavíkur og hleypt af einu skoti inn á staðnum. 12. mars 2023 22:14