Biden sagður munu leggja blessun sína yfir umfangsmikla olíuborun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2023 10:23 Heimildarmenn NYT segja stjórnvöld ekki telja sig hafa heimild til að koma í veg fyrir boranir ConocoPhillips. AP/ConocoPhillips New York Times hefur eftir embættismönnum innan stjórnkerfis Bandaríkjanna að stjórnvöld muni í dag samþykkja umfangsmiklar olíuboranir í Alaska, sem munu mögulega gefa af sér 600 milljón tunnur af hráolíu á 30 ára tímabili. Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin. Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira
Ákvörðun stjórnvalda um að heimila olíuvinnsluna hefur verið harðlega gagnrýnd en áætlað er að nýting olíunnar muni leiða til losunar nærri 280 milljón tonna af kolefnum í andrúmsloftið, sem jafngildir 9,2 milljón tonnum af kolefnismengun árlega. Um er að ræða losun á við tvær milljónir bifreiða. Samkvæmt New York Times munu stjórnvöld einnig tilkynna um verulegar takmarkanir á olíuborun í Norður-Íshafi og gefa út nýjar reglur til að vernda um það bil 16 milljón ekrur í National Petroleum Reserve-Alaska. Gagnrýnendur segja fyrirhugaðar aðgerðir hins vegar ekki munu draga úr áhyggjum manna vegna svokallaðs Willow-verkefnis, þar sem olíurisinn ConocoPhillips er í fararbroddi. Talsmenn olíuiðnaðarins og þingmenn í Alaska eru sagðir hafa verið duglegir við að þrýsta á Joe Biden Bandaríkjaforseta um að samþykkja olíuborunina, sem mun fara fram innan National Petroleum Reserve-Alaska. Þá segja talsmenn stéttarfélaga og fleiri að framkvæmdirnar muni skapa 2.500 störf og afla stjórnvöldum 17 milljarða dala í tekjur. Umhverfisverndarsinnar og fulltrúar frumbyggja hafa hins vegar mótmælt harðlega og segja samþykki forsetans svik við loforð hans um að draga úr þörf Bandaríkjanna á jarðefnaeldsneyti. Þá hefur Alþjóðaorkumálastofnunin sagt að stjórnvöld vestanhafs verði að hætta að samþykkja ný olíu-, gas- og kolaverkefni ef heimsbyggðinni á að takast að milda áhrif loftslagsbreytinga. Samkvæmt New York Times hyggjast stjórnvöld samþykkja heimildir til borunar á þremur svæðum en hafna umsóknum um tvö svæði en annað liggur að votlendinu Teshekpuk Lake. Hvíta húsið neitaði að tjá sig um fregnir af málinu fyrir helgi að öðru leyti en að segja að engin ákvörðun hefði verið tekin.
Bandaríkin Umhverfismál Loftslagsmál Bensín og olía Joe Biden Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Sjá meira