Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 13:46 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. aðsend Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Sjá meira