Slysið varð á hraðbraut skammt frá Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Alls lentu 43 ökutæki í árekstrinum, þar af sex vörubílar. Þá kviknaði, eins og áður segir, í 21 bíl.
Samkvæmt ungverska fjölmiðlinum Blikk eru 36 slasaðir, 13 alvarlega og einn í lífshættu. Umferð var stöðvuð í kjölfarið og björgunaraðgerðir standa yfir.
