„Við hefðum getað klárað leikinn fyrr“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2023 16:29 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Vísir/Hulda Margrét Valur vann mikilvægan sigur á Stjörnunni á heimavelli fyrr í dag í Olís deild kvenna. Þrátt fyrir að hafa haft yfirhöndina stærstan hluta leiksins var þetta þó ekki auðvelt verkefni fyrir þær. Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum. Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Hálfleikstölur voru 16-12 en Stjarnan gaf ekkert eftir í seinni hálfleik. Valskonur héldu þó út og unnu að lokum með tveimur mörkum. Lokatölur á Hlíðarenda 30-28. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, var virkilega ánægður með sigurinn. „Mér líður mjög vel. Ég er ánægður að við höfum unnið þennan leik, Stjarnan er með mjög öfluga leikmenn, gott lið og vel skipulagðar. Þannig að við vissum að við þyrftum að spila vel og mér fannst við á stórum köflum spila mjög vel en við erum sjálfum okkur verst hvernig við förum upplögð marktækifæri og gerum klaufaleg mistök. Við hefðum getað klárað leikinn fyrr fannst mér.“ Hafði Ágúst að segja strax að leik loknum. „Við vorum með yfirhöndina en við hefðum getað verið með stærri mun á köflum þarna. Við vorum komin með einhver fimm eða sex mörk og svo förum við með mikið af upplögðum færum, bæði í fyrri hálfleik og líka undir miðbik seinni hálfleiks. Þær eru með frábæran markmann og þær auðvitað gefast ekkert upp enda reynslumikið lið. En sigurinn er okkað og annað sætið er okkar og ég er ánægður með það.“ „Mér fannst sóknarleikurinn góður hjá okkur, við skorum hátt í þrjátíu mörk og við hefðum getað gert meira. Þannig að uppstilltur sóknarleikur var mjög góður og margir sem voru að leggja í púkkið þar. Mér fannst vörnin á köflum góð en við gerum tæknileg mistök trekk í trekk í seinni hálfleiknum og höldum þeim því þannig lagað inni í leiknum. En góður uppstilltur sóknarleikur var það sem gaf okkur sigur.“ Sara Sif Helgadóttir, markmaður Vals meðist á hné þegar stundarfjórðungur er eftir af leiknum. Hún hefur spilað virkilega vel í vetur en hún var með tæpa 30% markvörslu þegar hún meiðist í leiknum. Aðspurður út í atvikið hafði Ágúst þetta að segja: „Við vinnum leikinn þannig það hafði ekki mikil áhrif. En ég hræðist að hún sé mikið meidd, hún er frábær leikmaður enda búin að spila hrikalega vel eftir áramót með okkur en við erum með aðra markmenn sem stíga bara upp. En það kemur bara í ljós það á eftir að skoða það betur.“ Valur á leik við Hauka næsta miðvikudag í Powerade bikarnum. „Næst er bikar á móti Haukum núna í undanúrslitunum núna á miðvikudaginn, sem verður mjög verðugt og erfitt verkefni. Við áttum hörkuleik hérna við þær síðast og í rauninni stál í stál á móti þeim. En við þurfum bara að nýta næstu daga vel og hvíla okkur og koma okkur í gír fyrir þann leik,“ sagði Ágúst að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 30-28 | Valur hafði betur eftir spennandi lokamínútur Valskonur unnu sigur á Stjörnunni í toppbaráttuslag Olís deildarinnar í handbolta í dag. 11. mars 2023 16:44