Xi líklega við völd í Kína til æviloka Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 19:30 Xi Jinping sver embættiseið sinn að stjórnarskrá Kína í þriðja sinn og verður því að forseti í fimm ár til viðbótar að minnsta kosti AP/Xie Huanchi/ Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú. Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú.
Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43
Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46