Mörg ríki Bandaríkjanna hyggjast banna dragsýningar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 13. mars 2023 14:30 Mimi Delongpre and Danny Lee á DragCon LA sem er stærsta dragsýning í heimi. Ronen Tivony/Getty Images Stjórnvöld í Tennesse í Bandaríkjunum hafa samþykkt lög sem banna dragsýningar. 10 ríki til viðbótar hafa lagt fram lagafrumvarp í svipuðum anda. Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a> Bandaríkin Menning Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Getur vakið upp lostafullar kenndir Bannið í Tennesse tekur gildi 1. júlí. Samkvæmt laganna hljóðan verður topplausum dönsurum, gó-gó dönsurum, exótískum dönsurum, fatafellum og fólki sem bregður sér í gerfi gagnstæðs kyns, bannað að skemmta með þeim hætti að það geti vakið upp lostafullar kenndir áhorfenda. Þeir kunna að orða hlutina, það verður ekki af þeim tekið. Bannið er til þess að vernda börn Jack Johnson, þingmaður Repúblikana, lagði fram frumvarpið. Hann þvertekur fyrir að lögunum sé beint gegn dragsýningum eða transfólki. Það sé einfaldlega verið að hlífa börnum við kynferðislega örvandi uppákomum. Tennessee er fyrsta ríkið í Bandaríkjunum sem bannar dragsýningar á almannafæri, en líklega ekki það síðasta. Í rúmlega 10 ríkjum til viðbótar hafa verið lögð fram samsvarandi frumvörp. Öll ganga út á að banna dragsýningar en þau eru þó ekki öll eins. Fleiri ríki fylgja í kjölfarið Sem dæmi um einstök ákvæði í þessum lögum má nefna að í Vestur-Virginíu verða foreldrar sem leyfa börnum sínum að horfa á dragsýningar sendir á endurhæfingarnámskeið eða reiðistjórnunarnámskeið. Þá verður transfólki bannað að lesa upp fyrir börn í skólum og á bókasöfnum verði lögin samþykkt í Montana og Oklahoma, svo dæmi séu tekin. Jon Stewart tekur þingmann til bæna Allir þeir þingmennn Repúblikana sem mælt hafa þessum lagafrumvörpum bót opinberlega, hamra á því að þetta sé til þess að vernda börnin. Af þessu tilefni spurði sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart Nathan Dahm, þingmann Repúblikana í Oklahoma að því á dögunum hver væri helsta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Rétt svar er skotvopn. Af því tilefni benti Stewart þingmanninum á að Repúblikunum væri umhugað um að hefta tjáningarfrelsi sumra í Bandaríkjunum en þegar kæmi að því að vernda börn fyrir raunverulegum hættum, þá væri honum drullusama… eða eins og hann orðaði það: „You don´t mind infringing free speech to protect children from this amorphis thing that you think of, but when it comes to children that have died, you don´t give a flying fuck.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=LaF2eDjTAPs">watch on YouTube</a>
Bandaríkin Menning Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira