Byssumaðurinn sagði skilið við söfnuðinn í illu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2023 14:23 Lík eins fórnarlambanna flutt í sendiferðabíl frá ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi í morgun. AP/Markus Schreiber Karlmaður á fertugsaldri sem skaut sex manns og ófætt barn til bana í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í gærkvöldi sagði skilið við söfnuðinn í illu fyrir einu og hálfu ári, að sögn þýska yfirvalda. Lögregla ræddi við manninn í janúar þegar henni barst ábending um að hann hefði sýnt reiði í garð trúaðra. Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann. Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Átta til viðbótar eru særðir og Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir að tala látinna gæti hækkað enn. Um fimmtíu manns voru í samkomusalnum þegar skotárásin hófst, að því er kemur fram í frétt Reuters. Fórnarlömbin eru öll þýskir ríkisborgarar fyrir utan tvær konur sem særðust. Önnur þeirra er frá Úganda en hin frá Úkraínu. Á meðal þeirra látnu voru fjórir karlar og tvær konur auk ófædds stúlkubarns. Lögreglan segir að móðir þess hafi lifað af. Byssumaðurinn svipti sig lífi. Lögregla viðurkenndi í dag að henni hefði borist nafnlaus ábending um að byssumaðurinn hefði sýnt sérstaka reiði í garð trúarhópa, votta sérstaklega og vinnuveitanda síns í janúar. Hann kynni að vera óhæfur andlega til þess að eiga skotvopn. Maðurinn hafi reynst samvinnuþýður og lögregla ekki haft neina ástæðu til þess að svipta hann hálfsjálfvirkri skammbyssu sem hann átti löglega. Árásarmaðurinn hefur aðeins verið nafngreindur sem Philipp F. en hann var 35 ára gamall þýskur ríkisborgari. Lögregla segir að hann hafi gengið sjálfviljugur úr vottasöfnuðinum fyrir einu og hálfu ári en svo virðist sem að það hafi ekki verið í góðu. Yfirvöld segjast hafa útilokað að árásin hafi átt sér pólitískar rætur. Talið er að morðinginn hafi skotið oftar en hundrað sinnum inni í salnum. Lögreglumenn virðast hafa komið á vettvang þegar árásin var enn í gangi. Þegar þá bar að garði hafi byssumaðurinn hlaupið upp á efri hæð byggingarinnar og skotið sjálfan sig. Lögreglan telur að hún hafi forðað frekari mannfalli þrátt fyrir að hún hafi ekki þurft að beita skotvopnum til að stöðva morðingjann.
Þýskaland Erlend sakamál Trúmál Tengdar fréttir Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07 „Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Morðinginn talinn á meðal átta látinna í ríkissal votta Átta eru sagðir látnir eftir að maður hóf skothríð í ríkissal votta Jehóva í Hamborg í Þýskalandi, þeirra á meðal byssumaðurinn sjálfur. Lögregla rannsakar enn tilefni árásarinnar en telur að byssumaðurinn hafi verið einn að verki. 10. mars 2023 09:07
„Blóðbað“ í ríkissal Votta í Hamborg Minnst sjö eru sagðir látnir og átta særðir eftir skotárás í Hamborg í kvöld. Árásin var gerð í ríkissal Votta Jehóva í borginni, samkvæmt fjölmiðlum í Þýskalandi. 9. mars 2023 21:59