Kennarinn er ekki lengur uppfræðarinn með bókina! Kristín Cardew skrifar 9. mars 2023 23:00 Í nútíma þjóðfélagi hnattvæðingar og tækniþróunar, þar sem nálgast má allar upplýsingar, þekkingu og afþreyingu með einum smelli, hafa kröfur á kennara breyst. Þetta verða þeir varir við daglega og margir hverjir troða marvaða til að haldast á floti, en starfslýsingar kennara hafa lítið breyst og aðlögun að nýjum áherslum og starfsháttum ekki verið kynntar. Þeir moka sig í gegnum daginn og hrista fram hið óljósa hliðarsjálf kennarans, þ.e. hinn tölvulæsa, lausnamiðaða, félagsmótandi, leiðbeinandi og skapandi, bandamann/-konu barnsins, sem býr til öruggt og ákjósanlegt námsumhverfi fyrir hvert barn fyrir sig, hefur umsjón með námi þess og heldur nánu og góðu sambandi við nemendur, foreldra og samstarfsfólk sitt. (Áður en lengra er haldið verð ég að biðjast afsökunar á því að ávarpa alla kennara í karlkyni, þó flestir kennarar séu konur, en ég finn enga leið í kringum þetta á okkar góða máli). Í grein sinni „Afleiðingar streitu á heilsu“ sem birtist í 3. tbl. Sameykis 2022, talar Ingibjörg H. Jónsdóttir, prófessor og forstöðukona Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, um að þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum, hafi í raun gert þau störf að álagsstörfum, sem áður voru talin heilbrigð, s.s. störf innan heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og félagsmálageirans. Breytingarnar séu hins vegar, því miður, gjarnan illa aðlagaðar að starfseminni, starfslýsingar óljósar, stjórnun óskýr og samskipti léleg. Þar við bætist mannekla sem stuðlar að auknu streituálagi og jafnvel kulnun. Allt rímar þetta heilmikið við stöðu kennara í dag. Þó að kennsluhættir í skólum hafi tekið nokkrum breytingum í áranna rás, þá hefur sú breyting ekki orðið á sama hraða og tækniþróunin, sem skall á með kinnhesti. Enn byggir námsefni að miklu leyti á kennslubókum og eyðufyllingarverkefnum, sem er ekki alveg nógu trúverðugt í augum þumalfingralipra nemenda. Það er því ekki sjálfgefið að þau beri virðingu fyrir kennara sínum, sem í þeirra augum, er á ákveðinn hátt að aðlaga þau að fortíð hans. Það er ómögulegt að spá fyrir um framtíðina og hvernig hún kemur til með að líta út, en eitt er víst að tækniþróunin er ekkert að hægja á sér. Hún er á fleygiferð inn í framtíðina, í frábærum félagsskap gervigreindar, tölvuskýja, sýndarveruleika og gagnaukins veruleika. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi þess að skólarnir undirbúi nemendur sína fyrir starfsumhverfi og atvinnulíf sem byggir á tækniþekkingu, frumkvæði, nýsköpun og almenna kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og skapandi hugsun. Markmið og vinnubrögð kennarans þurfa því að vera þannig að kennarinn geti greitt götur nemenda í gagnaleit, þ.e. að hvetja þau til náms sem byggir á aðgangi að rauntíma og raunheima upplýsingum af netinu, en einnig af bókum og þjálfa með þeim þá hugsun að þau þurfi ávallt að hafa í huga að vinsa hismið frá kjarnanum. Kennarinn þarf að geta mætt hverju barni og ungmenni fyrir sig, sem einstaklingi með ólíkar þarfir, styrkleika, áhugamál og gáfur. Einstaklingsmiðað nám er því mjög þýðingarmikið til að nemendur geti haft áhrif á eigið nám og stöðu sína í skólastofunni. Á sama tíma og styrkja þarf nemendur einstaklingslega í náminu, þarf að huga að félagsmótun þeirra. Börn og ungmenni eyða gríðarlegum tíma fyrir framan skjáina við hin ýmsu afþreyingarsmáforrit, samfélagsmiðla og tölvuleiki. Samskiptin þeirra á milli fara gjarnan fram þar, við misgóðan árangur, fyrir utan hinn verulega skaðlega áhrifamátt staðalmynda, ofbeldis og kláms. Eitt af stóru hlutverkum kennarans er því að leiðbeina og aðstoða nemendur sína í mótun félagslegrar, tilfinningalegrar og hegðunarlegrar tilvistar. Það er í mörg horn að líta til að alhliða nám barna og ungmenna gangi upp, en til þess þarf að sundurgreina starf kennarans. Í þessum besta heimi allra heima þyrftu í rauninni margir fullorðnir að koma að hverjum nemendahópi og meiri sérhæfingu hjá kennurunum. Þannig væri mannauðurinn í hverjum skóla betur nýttur og samstilltur hópur kennara og fagaðila gæti stuðlað að því að hvert og eitt barn byggði upp seiglu, fyndi taktinn sinn í eigin námi og tæki það smátt og smátt í fangið. Það er þýðingarmikið fyrir barnið að það æfist í þeirri hugsun að það sé eimreiðin í eigin námi, en ekki síðasti vagninn sem dreginn er af kennaranum. Kristín Cardew er kennari og fræðilegur ráðgjafi hjá Fræðamiðstöð Hjallastefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Í nútíma þjóðfélagi hnattvæðingar og tækniþróunar, þar sem nálgast má allar upplýsingar, þekkingu og afþreyingu með einum smelli, hafa kröfur á kennara breyst. Þetta verða þeir varir við daglega og margir hverjir troða marvaða til að haldast á floti, en starfslýsingar kennara hafa lítið breyst og aðlögun að nýjum áherslum og starfsháttum ekki verið kynntar. Þeir moka sig í gegnum daginn og hrista fram hið óljósa hliðarsjálf kennarans, þ.e. hinn tölvulæsa, lausnamiðaða, félagsmótandi, leiðbeinandi og skapandi, bandamann/-konu barnsins, sem býr til öruggt og ákjósanlegt námsumhverfi fyrir hvert barn fyrir sig, hefur umsjón með námi þess og heldur nánu og góðu sambandi við nemendur, foreldra og samstarfsfólk sitt. (Áður en lengra er haldið verð ég að biðjast afsökunar á því að ávarpa alla kennara í karlkyni, þó flestir kennarar séu konur, en ég finn enga leið í kringum þetta á okkar góða máli). Í grein sinni „Afleiðingar streitu á heilsu“ sem birtist í 3. tbl. Sameykis 2022, talar Ingibjörg H. Jónsdóttir, prófessor og forstöðukona Institutet för Stressmedicin í Gautaborg, um að þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað í atvinnumálum á síðustu áratugum, hafi í raun gert þau störf að álagsstörfum, sem áður voru talin heilbrigð, s.s. störf innan heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og félagsmálageirans. Breytingarnar séu hins vegar, því miður, gjarnan illa aðlagaðar að starfseminni, starfslýsingar óljósar, stjórnun óskýr og samskipti léleg. Þar við bætist mannekla sem stuðlar að auknu streituálagi og jafnvel kulnun. Allt rímar þetta heilmikið við stöðu kennara í dag. Þó að kennsluhættir í skólum hafi tekið nokkrum breytingum í áranna rás, þá hefur sú breyting ekki orðið á sama hraða og tækniþróunin, sem skall á með kinnhesti. Enn byggir námsefni að miklu leyti á kennslubókum og eyðufyllingarverkefnum, sem er ekki alveg nógu trúverðugt í augum þumalfingralipra nemenda. Það er því ekki sjálfgefið að þau beri virðingu fyrir kennara sínum, sem í þeirra augum, er á ákveðinn hátt að aðlaga þau að fortíð hans. Það er ómögulegt að spá fyrir um framtíðina og hvernig hún kemur til með að líta út, en eitt er víst að tækniþróunin er ekkert að hægja á sér. Hún er á fleygiferð inn í framtíðina, í frábærum félagsskap gervigreindar, tölvuskýja, sýndarveruleika og gagnaukins veruleika. Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á mikilvægi þess að skólarnir undirbúi nemendur sína fyrir starfsumhverfi og atvinnulíf sem byggir á tækniþekkingu, frumkvæði, nýsköpun og almenna kröfu um sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna og skapandi hugsun. Markmið og vinnubrögð kennarans þurfa því að vera þannig að kennarinn geti greitt götur nemenda í gagnaleit, þ.e. að hvetja þau til náms sem byggir á aðgangi að rauntíma og raunheima upplýsingum af netinu, en einnig af bókum og þjálfa með þeim þá hugsun að þau þurfi ávallt að hafa í huga að vinsa hismið frá kjarnanum. Kennarinn þarf að geta mætt hverju barni og ungmenni fyrir sig, sem einstaklingi með ólíkar þarfir, styrkleika, áhugamál og gáfur. Einstaklingsmiðað nám er því mjög þýðingarmikið til að nemendur geti haft áhrif á eigið nám og stöðu sína í skólastofunni. Á sama tíma og styrkja þarf nemendur einstaklingslega í náminu, þarf að huga að félagsmótun þeirra. Börn og ungmenni eyða gríðarlegum tíma fyrir framan skjáina við hin ýmsu afþreyingarsmáforrit, samfélagsmiðla og tölvuleiki. Samskiptin þeirra á milli fara gjarnan fram þar, við misgóðan árangur, fyrir utan hinn verulega skaðlega áhrifamátt staðalmynda, ofbeldis og kláms. Eitt af stóru hlutverkum kennarans er því að leiðbeina og aðstoða nemendur sína í mótun félagslegrar, tilfinningalegrar og hegðunarlegrar tilvistar. Það er í mörg horn að líta til að alhliða nám barna og ungmenna gangi upp, en til þess þarf að sundurgreina starf kennarans. Í þessum besta heimi allra heima þyrftu í rauninni margir fullorðnir að koma að hverjum nemendahópi og meiri sérhæfingu hjá kennurunum. Þannig væri mannauðurinn í hverjum skóla betur nýttur og samstilltur hópur kennara og fagaðila gæti stuðlað að því að hvert og eitt barn byggði upp seiglu, fyndi taktinn sinn í eigin námi og tæki það smátt og smátt í fangið. Það er þýðingarmikið fyrir barnið að það æfist í þeirri hugsun að það sé eimreiðin í eigin námi, en ekki síðasti vagninn sem dreginn er af kennaranum. Kristín Cardew er kennari og fræðilegur ráðgjafi hjá Fræðamiðstöð Hjallastefnunnar.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun