Metnaðarfull þróunaráætlun í kringum Keflavíkurflugvöll Máni Snær Þorláksson skrifar 9. mars 2023 16:55 Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, kynnti í dag þróunaráætlun sína þar sem nýtt nafn og merki áætlunnar var afhjúpað. Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“ Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að áætlunin sé heildstæð sýn á uppbyggingu í kringum Keflavíkurflugvöll. Uppbyggingin sé á þróunarsvæðum sem „saman mynda vistkerfi sem einkennist af samvinnu og sambúð iðnaðar, samgangna, nýsköpunar og sjálfbærrar byggðaþróunar.“ K64 er nafnið sem valið var á þróunaráætlunina. Nafnið vísar til staðsetningar Suðurnesja sem er á 64. Breiddargráðu. Á fundinum fluttu ávörp þau Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri og Steinunn Sigvaldadóttir, formaður stjórnar Kadeco. Þá var Anouk Kuitenbrouwer, arkitekt og eigandi hjá KCAP, arkitekta- og skipulagsstofunni sem varð hlutskörpust í alþjóðlegri samkeppni Kadeco um þróun svæðisins, með erindi. Í kynningarmyndbandi Kadeco er farið yfir það helsta í áætluninni. Í því má sjá myndir af því hvernig svæðið í kringum flugvöllinn mun koma til með að líta út og óhætt er að segja að áætlunin sé metnaðarfull. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Þróunaráætlun Kadeco fyrir Suðurnes Sannfærður um að afraksturinn verði þess virði Áætlunin sem um ræðir nær til ársins 2050 en fyrstu skrefin í henni verða þó tekin strax. Þar má nefna þróun grænna iðngarða við Helgavíkurhöfn, bættar almenningssamgöngur á milli flugvallar og höfuðborgar, tilraunir með eftirspurnardrifnar almenningssamgöngur og uppbygging íbúða á Ásbrú. „Þróunaráætlunin var unnin í afar umfangsmiklu samráði með hagaðilum á svæðinu og víðar sem skilar afurð sem er í takti við væntingar samfélagsins. Þetta er metnaðarfull áætlun og aðlaðandi framtíðarsýn,“ er haft eftir Pálma Frey Randverssyni, framkvæmdastjóra Kadeco. Pálmi segir að margir þurfi að leggjast saman á árarnar svo þessi sýn geti orðið að veruleika. Hann sé þó sannfærður um að afraksturinn verði þess virði og vel það. „Við hjá Kadeco og K64 hlökkum til að takast á við verkefni framtíðarinnar með fólkinu á Suðurnesjum.“
Keflavíkurflugvöllur Arkitektúr Suðurnesjabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira